2011-03-23

Mýtan um Mars og Venus

Gísli benti mér á grein á Pressunni. Hópur ástralskra vísindamanna hefur komist að því að konur og karlar hafa sömu eða svipuð gildi þegar kemur að samskiptum.

Hér er grein Karantzas et al. sem birtist í Australian Institute of Familiy Studies. Ég mæli með því að Hlín Einars lesi hana og skrifi um hana á bleikt.is. Hún gæti lært eitthvað af því.

Í niðurlagi greinarinnar stendur meðal annars þetta:

Furthermore, our findings suggest that any differences that may be identified between relationship partners should not be merely put down to stereotyped differences between the genders. Consequently, educators and therapists may need to think twice in proposing to couples that the source of their relationship differences is primarily the result of men and women thinking differently about relationships. Rather, points of difference for couples may be due to other reasons, such as people's differing personalities or cultural backgrounds.

Samkvæmt þessu er kenningin um að það sé eðlislægur munur á kynjunum röng og þá er, eins og Gísli bendir réttilega á, grundvöllurinn brostinn hjá síðum eins og bleikt.is og menn.is.

7 ummæli:

Súsanna Ósk sagði...

Pældu í því, þessar hugmyndir sem þú setur fram hérna hafa verið í deiglunni síðan á 7. áratugnum. Og sumir eru ekki enn búnir að ná þessu. Fáfræði? Já. Og henni er hampað- endalaust og fest í orðræðu sem fer í hringi.

Sigurbjörn sagði...

Nákvæmlega! Er það ekki alveg ótrúlegt að við skulum þurfa að fara hring eftir hring? Manni líður eins og maður sé að spila Lönguvitleysu til eilífðar.

Nafnlaus sagði...

Eigum við ekki að krossa fingur og vona að síðunum verði lokað? Eða nei, að þarf að selja okkur óþarfa krem og fatnað sem þrýstir maganum í brjóstahaldarann.

Lára

Sigurbjörn sagði...

Haha! Það verður náttúrlega að halda útlitinu við ... svo einhver hafi áhuga á því að sofa hjá manni. Ég meina sambönd byggjast ekki á neinu öðru en kynlífi, er það nokkuð?

hildur sagði...

Ég held að Pjattrófurnar hefðu gott af því að lesa þetta líka.

Elísabet sagði...

Fólk apar hverja vitleysuna upp eftir öðru, t.d. að konur tali meira en karlar, að karlar geti ekki gert tvennt í einu, að karlar kunni ekki að þvo þvott, að karlar geti ekki rætt um tilfinningar o.s.frv.

Ef bullið er endurtekið nógu oft, endar það sem sannleikur.

Sigurbjörn sagði...

Einmitt þess vegna er andspyrnan lífsnauðsynleg.