Ritstjórn vefsins bleikt.is mun seint læra að taka til sín gagnrýni.
Hér er nýjasta dæmið um það hvernig karlmönnum er lýst á bleikt.is.
Undir yfirskriftinni „Er það ekki svona að vera pabbi?“ birtir ritstjórnin mynd af karli sem situr í sófa með sofandi barn á maganum. Hann er að spila tölvuspil ...
Ég get upplýst ykkur hjá bleikt.is að það er einmitt ekki svona að vera pabbi. Það gefst alla vega sjaldan tími til tölvuleikja á mínu heimili.
Ykkur þykir þetta áreiðanlega voðalega fyndið og skemmtilegt, en textinn við myndina lýsir gamaldags viðhorfum til feðra sem einskins nýtra letingja sem eru fjarverandi í uppeldi barnanna sinna.
Hættið!
Sýnir færslur með efnisorðinu feður. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu feður. Sýna allar færslur
2011-07-07
Fordómar í garð feðra
2011-03-28
Vaðið í bótum
Forstöðustýru Jafnréttisstofu finnst sérkennilegt að fólk fresti ekki barneignum í kreppunni. Hún lætur ennfremur hafa eftir sér að hún telji að einstæðar mæður eignist fleiri börn til að fá hærri bætur úr ríkiskassanum.
ES. Fyrsta athugasemdin vakti mig til umhugsunar og ég ákvað að skipta orðunumfara með rökleysur um illan ásetning einstæðra mæðra út fyrir: ala á fordómum um einstæðar mæður. Mér þykir það lýsa skoðunum mínum betur, þótt ég standi við það að mér finnist það sem er haft eftir henni vera rökleysa.
Kristín segir að leiða megi líkur að því að hluti einstæðra kvenna eignist börn til að fá hærri framfærslustyrk. Það sé eitthvað sem þyrfti að skoða mjög rækilega. Það sé auðvitað hugsanlegt. Einstæðar mæður fái fæðingarorlof í sex mánuði og margar þeirra með það lág laun að þær verði kannski ekki fyrir jafn mikilli skerðingu eins og ýmsir aðrir.Mér finnst sérkennilegt að Kristín Ástgeirsdóttir berjist ekki frekar fyrir því að fleiri karlar fari í feðraorlof (pdf-skjal) í stað þess að ala á fordómum um einstæðar mæður.
ES. Fyrsta athugasemdin vakti mig til umhugsunar og ég ákvað að skipta orðunum
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)