2011-03-23

Frægar konur - og karlarnir þeirra

Ég hlustaði á Nordegren i P1 í bílnum á leiðinni heim í dag. Þar var verið að tala um það hversu merkilegt það væri að þegar frægar konur deyja þarf alltaf að taka það fram hvaða karla þær hafa verið viðriðnar. Sama ætti ekki endilega við um fræga karla.

Mér sýnast íslenskir fjölmiðlar vera sama marki brenndir. Sumir alla vega.

Skoðið líka wikipedia og berið saman greinar þar um til dæmis fræga leikara eða íþróttafólk. Þar er oftar en ekki tekið fram hverjum kona sé gift og hversu mörg börn hún eigi. Þessar upplýsingar sjást sjaldan á síðum um karlmenn. Ágætis dæmi um þetta eru sænsku wikipedia-síðurnar um Sönnu Lundell og Mikael Persbrandt.

Ef ég væri frægur myndi ég ekki hafa neitt á móti því að fólk vissi hver konan mín hafi verið og að ég hafi átt börn.

2 ummæli:

Erna Erlingsdóttir sagði...

Ég álpaðist til að lesa fyrstu færsluna sem þú vísar á eftir að samstarfskona mín linkaði á hana. Hún hafði hnotið um það að konunni var lýst sem fagurri en karlinum sem feikimiklum leikara.

Sigurbjörn sagði...

Týpískt ... og sorglegt ...