2011-03-09

Konur í Kiljuna!

Sigurbjörn hefur sent umsjónarmanni Kiljunnar og dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins tölvuskeyti:



Ég fylgist spenntur með svörunum!

Og þau létu ekki á sér standa, Egill Helgason er greinilega skjótur til svara þegar maður snertir viðkvæman punkt. Hann heimilar þó ekki birtingu á svörum sínum en þau eru því miður á eina leið.

Egill hefur miklar áhyggjur af því hversu lítið sést til gamals fólks í sjónvarpinu svo hann ætlar að bæta úr því í kvöld með því að ræða við einhvern níræðan karl. Svo segist hann ekki vilja svara neinu öðru fyrr en ég geri betur grein fyrir mér (eins og þess þurfi, það ættu nú flestir að vita núorðið hver ég er, djók ... eða ég vona ekki). En Egill Helgason er alla vega ósammála því að hlutfall kvenkyns viðmælenda í þættinum hans fari aldrei upp fyrir 15%. Ég skora á hann að gera betur grein fyrir máli sínu!

Í kvöld verður bara rætt við karla.
2. mars var ein kona viðmælandi, annars var bara rætt við og um karla.
23. febrúar var ein kona viðmælandi, annars var bara rætt við og um karla.

Ég gæti alveg haldið áfram en niðurstaðan yrði bara sú sama: Hlutfall kvenkyns viðmælenda í sjónvarpsþættinum Kiljan er mjög lágt og Ríkisútvarpinu til háborinnar skammar. Sem ríkisstofnun er Ríkisútvarpið bundið af jafnréttislögum og ég gæti helst trúað því að Egill Helgason brjóti þau ansi duglega við val sitt á viðmælendum. En ég er ekki löglærður maður svo ég læt aðra um að dæma það.

7 ummæli:

Súsanna Ósk sagði...

Heyr, heyr!

Tinna sagði...

Þvílík fásinna að bera saman hlutfall kynjanna og hlutfall gamalmenna!
Verður gaman að heyra hvað Sigrún segir.

Sigurbjörn sagði...

Ég á nú von á aðeins vitrænna svari frá henni. Í það minnsta málefnalegra.

Hún ætti að hafa reynsluna og skoðanir á þessu, sem hefur sjálf lagst í það að kanna hlutfall kvenna og karla í fjölmiðlum.

Nafnlaus sagði...

Er ekki enn komið svar? Ég er að spá í hvort ég eigi að senda Agli Helga bréf undir fullu nafni, en ég verð að játa að ég eiginlega nenni því ekki. Á maður að láta vaða?

Sigurbjörn sagði...

Ekki spurning! Sendu Sigrúnu Stefáns afrit.

hildur knútsdóttir sagði...

Ég sendi Agli bréf í gær undir nafni, en fékk ekki svar.

Hef líka gert það tvisvar áður og hann svaraði reyndar þá.

Sigurbjörn sagði...

Það skiptir, held ég, litlu máli hvort maður skrifi Agli bréf í eigin persónu eða undir dulnefni. Hann hefur ekki áhuga á skoðunum annarra en sjálfs sín. Mér hefur hinsvegar borist svar frá Sigrúnu Stefánsdóttur.

Hún treystir Agli „til þess að gæta jafnvægis milli kynjanna eftir því sem mögulegt er hverju sinni“ (hvað sem það nú þýðir).

Hún ætlar að halda áfram að vera talsmaður þess að konur og karlar eigi jafnan aðgang að fjölmiðlum og ætlar að gera það „í samræmi við jafnréttisstefnu R[Ú]V ohf.“

Semsagt allt í gúddí fílíng á RÚV!