2010-12-09

Íslenskt jafnrétti

Er þetta jafnréttið sem íslenskar konur aðhyllast? Það vakna að minnsta kosti þrjár spurningar:

  1. Er nektardans bara bannaður ef dansarinn er kona?
  2. Af hverju eru andlit karlanna útmáð?
  3. Hvaða hlutverki höfðu kvenstrippararnir að gegna þarna, öðru en því að réttlæta það að það væru karlstripparar þarna líka?

Ef ég væri kona hefði ég ekki látið sjá mig þarna. Ef ég hefði verið þarna hefði ég séð til þess að enginn tæki myndir af mér.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, það væri allt logandi á öllum netmiðlum og bloggum í réttlátri reiði kvenna þessa lands ef þetta hefðu verið neiktardansmeyjar á karlakvöldi...

Eyja M. Brynjarsdóttir sagði...

Ég var afskaplega fegin að sjá engin andlit þarna sem ég þekkti þegar ég renndi í gegnum myndirnar, hefði átt erfitt með að líta manneskju sömu augum eftir það. Við spurningum 1 og 2 kann ég ekki svör en um spurningu 3 skildi ég tilgang súludansmeyjanna í íþróttatoppunum þannig að þær hefðu ekki verið þarna til að strippa heldur til að kenna konunum súludans, svona án þess að ég geti vitað nákvæmlega hvað þarna fór fram.

Eyja sagði...

1. Mig minnir að nektardans er yfir höfuð bannaður, það er fyrir bæði kynin. Það var allavegana hópur af karlkyns nektardönsurum bannað að koma hingað til lands fyrir nokkrum árum til að halda sýningu.

2. Karlanir vilja væntanlega ekki láta sjá sig svona, allavegana myndi ég ekki vilja að fólk myndi sjá mig eftir strip sjóv.

3. Ég veit það ekki, en eyjamb útskýrði það víst.

Frábært blogg hjá þér, finnst gaman að lesa það :)

Kristján sagði...

Slakið á konur !

Erótískur dans er enn leyfilegur ;)

Enn, segi ég og skrifa -- ef þið femínistar fáið ykkar framgengt verður ekki svo lengi !

Fasismi vs. femínismi?

Kristín í París sagði...

Hvílík gróteska, ég fæ alveg illt í smekkvísina af því að horfa á þessar myndir. Maðurinn í sinni lægstu mynd.
@Kristján: Já femínisminn berst sannarlega gegn fasisma, eins og þú bendir á í lokin.

Eyja M. Brynjarsdóttir sagði...

Mikið ferlega er það nú eitthvað óþægilegt þegar einhver rænir nafninu manns. (Er svo vön að vera eina Eyjan alls staðar.) Bara svo það sé á hreinu: Þessi sem kommentaði undir nafninu Eyja var ekki ég.

Eyja sagði...

Enda vitnaði ég í þig :) og fyrirgefðu ef þetta veldur einhverjum misskilningi, reyni að hafa það einfalt með stóru E.

kristian guttesen sagði...

Það er rétt, sem Kristín í París segir, að þetta sýni manninn í sinni lægstu mynd.

En hvar, Sigurbjörn, kemur fram að þetta tengist jafnréttinu sem íslenskar konur aðhyllast?

Sigurbjörn sagði...

Kristian, stundum þarf maður að lesa á milli línanna til þess að skilja samhengið.

Það kemur nefnilega hvergi fram. Þess vegna spyr ég.

Það er þagað þunnu hljóði yfir samkomum þar sem karlar bera sig, en ég efast um að það hefði verið svo ef strippararnir hefðu verið kvenkyns. Þess vegna spyr ég.

Af hverju sætta konur sig við svona uppákomur? Er það vegna þess að þær aðhyllast einhverja sérstaka gerð jafnréttis?

Nafnlaus sagði...

Ekki hefði ég áhuga á að fara á svona samkomu en margar konur eru greinilega ósammála mér þar.

En þú spyrð hvernig þetta tengist jafnréttinu sen íslenskar konur aðhyllast. Ég efa að það hafi verið margir feministar á þessari sýningu.

Hitt er svo annað mál að hlutir eru ekki einfaldir....kannski getur staða karlmanna í þjóðfélaginu gert það að verkum að þeir nálgist nektardansinn á annan hátt og þeir/þær sem á horfa líka.

Veit ekki hvernig ég á að skýra þetta í stuttu máli en dettur helst í hug pælingar í sambandi við t.d. kynferðislega áreitni á vinnustað þar sem staða þess sem áreitti gagnvart þeim sem áreittur er skiptir máli. Hver hefur valdið og hver hefur valið?