2010-12-08

Ritskoðun Margrétar Hugrúnar

Það er merkilegt að fylgjast með því hvað Margrét Hugrún Gústavsdóttir á erfitt með að taka til sín gagnrýni. Þegar henni ofbýður hvað margir eru ósammála henni lokar hún fyrir athugasemdir á síðunni sinni. Svo tekur hún út eina þá ógeðfelldustu færslu sem hefur verið skrifuð á íslensku og hefur það að skálkaskjóli að hún eyðileggi karmað (sic!) og þvertekur síðan fyrir að hún hafi verið „sérlega andstyggileg“. Þá get ég vísað í mína ómældu lífsreynslu, því ég hef sjaldan lesið jafnrætinn og ónotalegan texta.

Ekki nóg með það. Hún beitir klassísku tæki, því að gera lítið úr mótmælendum sínum, tæki sem menn hafa notað til þess að kúga konur í gegnum árin. Hún sakar gagnrýnendur sína um að vera með drama og að þeir gaggi í athugasemdakerfinu á síðunni hennar.

Hitt er annað mál að það að afsaka sig fyrir að hafa farið yfir strikið á einum stað og að bera af sér sakir annars staðar þykir mér heldur furðulegt.

Sá/sú sem krefst þess að fólk skrifi athugasemdir undir fullu nafni ætti að skammast sín fyrir að gera það ekki sjálf(ur).

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert nýi uppáhalds bloggarinn minn!

Kv. Þórunn

Nafnlaus sagði...

Og minn!

*Eygló

baun sagði...

Takk Sigurbjörn. Geri ráð fyrir að þú hafir séð þennan tengil í athugasemdakerfi á bloggi Parísardömunnar: http://tinypic.com/view.php?pic=15xk00p&s=7

Sorglegt.