2010-12-10

Á bleika skýinu

Til hamingju! Bleikt.is - vefur fyrir drottningar er kominn á Netið. Eða ætti maður kannski heldur að senda samúðarkveðjur?

Forsmekkinn af því sem koma skal má sjá í fyrsta pistli Guðnýjar Bjarkar, Nýtt trikk til að ná athygli karlmanna?:
Andlit konu telst samkvæmt því kvenlegra og meira aðlaðandi þegar það hallast fram á við, þar eð það beinist þá að því sjónarhorni sem karlmaðurinn, sem er yfirleitt hávaxnari, hefur yfir að bjóða.
Það verður alla vega úr nógu að moða.

En gleymum ekki Pjattrófunum! Vala og Bella skrifuðu pistla um það hvernig karlmenn eiga að hegða sér þegar kærastan er með flensu og það að karlar og konur geti ekki verið vinir. Ég ætla að tyggja mig í gegn um þá áður en ég sný mér aftur að gallinu úr Hlín Einars.

2 ummæli:

Berglind Inga sagði...

Frábært blogg hjá þér! :) Hlakka til að sjá þig tyggja þig í gegnum þennan sora sem bleikt.is stefnir í.

Súsanna Ósk sagði...

Bíð full eftirvæntingar :)