2011-01-14

Anna Mjöll og eineltið

Anna Mjöll Ólafsdóttir er í helgarviðtali í DV. Ef maður á að trúa því sem stendur í útdrætti sem er birtur á vef DV er Anna Mjöll þakklát fyrir að hafa verið lögð í einelti í gagnfræðaskóla. Hún segir líka:
allir þeir sem eru píndir í skólanum í dag ættu að hafa það hugfast að þetta verður bara allt saman allt í lagi. Karma sér alltaf um sína.
Takk, Anna Mjöll, fyrir að hafa réttlætt einelti fyrir okkur! Það var löngu tímabært. Maður ræður sér varla fyrir gleði yfir því að hafa fengið að finna fyrir því. Annars hefði maður ekki skarað jafnmikið fram úr og raun ber vitni.

Engin ummæli: