2011-01-14

Hugsjónamaðurinn Þórarinn Guðlaugsson

Þórarinn Guðlaugsson er greinilega mikill hugsjónamaður. Hann vill nefnilega láta ríða þeim konum sem hafa aðrar skoðanir en hann almennilega svo þær byrji að hugsa skýrt. Hann býður sjálfan sig fram til verksins, enda er hann vel vaxinn niður og fjallmyndarlegur, að eigin sögn. Það sem ég átta mig ekki alveg á er hvert samhengið milli þess að ríða og hugsa skýrt er.

Hvað sem því líður þá fer það ótrúlega mikið fyrir brjóstið á Þórarni að Höllu Gunnarsdóttur skuli hafa látið sér detta það í hug að líkja staðgöngumæðrun við vændi. Í heimi hans lánar kona barnlausu pari líkama sinn. Faðir barnsins „hjakkaðist“ aldrei á konunni svo hún getur varla verið hóra. Spurningin er hvaða skoðun Þórarinn hefur á vændi. Ætli hann lifi í heimi hamingjusömu hórunnar sem er í sjöunda himni yfir því að „lána“ karli líkama sinn?

Ég held að fólk ætti að lesa sér til um það hvernig staðgöngumæðrun fer fram áður en það byrjar að ausa gífuryrðum út á netið eða dásama hana þannig að fólk haldi að konur sem neyðast til að selja líkama sinn lifi á einhverju rósrauðu skýi. Halla Gunnarsdóttir er ekki ein um það að hafa bent á líkindi staðgöngumæðrunar og vændis. Á síðasta ári kom út bókin Varat och varan: Prostitution, surrogatmödraskap och den delade människan [Veran og varan: Vændi, staðgöngumæðrun og klofna manneskjan] eftir Kajsu Ekis Ekman. Í ritdómi um bókina í dagblaðinu DN skrifar Maria Sveland (í lauslegri þýðingu minni fyrir neðan tilvitnunina):

Ekis Ekman hittar flera likheter i resonemangen mellan surrogatmödraskap och prostitution, som den om uppdelningen mellan kropp och själ som även finns bland surrogatmödrarna. Att upprepa att barnet är någon annans är surrogatvärldens främsta mantra. Där den prostituerade säger att ”kroppen är inte jag” säger surrogatmodern ”barnet är inte mitt”. För att sälja en del av sig själv måste surrogat­modern precis som de prostituerade ta avstånd från denna del.


Ekis Ekman finnur margt sameiginlegt í umræðunni með staðgöngumæðrun og vændi, eins og klofninginn milli líkama og sálar sem finnist líka á meðal staðgöngumæðra. Að endurtaka að barnið sé einhvers annars er aðalmantra staðgöngumæðraheimsins. Þegar vændiskonan segir að „líkaminn er ekki ég“ segir staðgöngumóðirin að „barnið er ekki mitt“. Til að selja hluta af sjálfri sér verður staðgöngumóðirin nákvæmlega eins og vændiskonurnar að afneita þessum hluta.


Svo mæli ég með því að Þórarinn gluggi í eftirfarandi. Hann virðist þurfa á því að halda.

Engin ummæli: