2011-02-24

Konur í fjölmiðlum

Það kemur betur og betur í ljós að Margrét Hugrún Gústavsdóttir hefur hvorki húmor fyrir sjálfri sér, né hæfileikann til að taka til sín gagnrýni.

Það síðara lýsir sér best í því að hún leyfir fólki ekki að skrifa athugasemdir á blogginu sínu og því að hún líkir þeim sem gagnrýna hana við „sn[í]kjudýr“ ... það er heldur málefnalegt, eða hitt þó heldur. Í ofanálag er hún svo vænisjúk að hún heldur að ég sé Hildur Knútsdóttir, eitt það mesta hrós sem ég hef fengið síðan ég byrjaði að skrifa þetta blogg.

Í tilefni þess ætla ég að birta skjáskot af bloggfærslunni sem hún eyddi um daginn. Hún er líka til á vefþjónum google ef einhver skyldi efast um tilvist hennar.


Það vakna heldur en ekki margar spurningar við lesturinn ekki síst sú hver raunveruleg ástæða þess að Margrét Hugrún fjarlægði færsluna hafi verið. Var henni skipað að eyða henni?

Það sem mér finnst samt einna athyglisverðast er það að hún, sem á einstaklega erfitt með að taka til sín gagnrýni, vílar ekki fyrir sér að gagnrýna aðra. Hún setur samasemmerki á milli áhugamála sinna og áhugamála allra kvenna. Hún hefur áhuga á útliti og tísku, ergo allar konur hafa áhuga á útliti og tísku. Hún setur samasemmerki á milli þess að hún sé kona og þess að Pjattrófurnar hafi verið færðar neðar á forsíðu Eyjunnar (í staðinn komu tveir miðaldra karlpungar sem hafa gaman af því að slúðra og bera út róg um annað fólk).

Það er vissulega ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hversu sjaldan konur eru teknar tali í fjölmiðlum. Hvernig stendur til dæmis á því að aðeins 10-15% viðmælenda í þáttum eins og Kiljunni eru konur? Það sem er kannski stærsta áhyggjuefnið er það að það er eins og Margrét Hugrún haldi að þáttur kvenna í fjölmiðlum aukist í jöfnu hlutfalli við það hversu margar bloggfærslur Pjattrófurnar skrifa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr! Pjattrófum er líka sérstaklega í nöp við að verið sé að kommenta í þartilgert kommentakerfi þeirra. Man lengi vel að því var læst eftir eitthvað uppþot sem átti sér stað hérna í haust. Hvílíkar rolur!

Nafnlaus sagði...

Eyjan virðist á leið niður á sama plan og bleikt (konurnar öðru megin, kallarnir hinum megin?). Fjölmiðlaheimurinn allur virðist fastur í einhverri krísuhugmynd um að það eina sem selji (auglýsingar) sé kjaftæði og slúður. Kannski er það rétt, ég hef svo sem enga innsýn í fjölmiðlaheiminn. En kannski er þetta hreinlega aumingjagangur og villa fjölmiðlafólksins sjálfs? Hvað veit ég? Ég er einhver furðuleg vera með píku sem hef ekki nógu mikinn áhuga á maskaranum mínum til að eyða tíma í að lesa um hann eða aðra maskara, og er þar af leiðandi varla marktæk.
Ég er dauðöfundsjúk út í tískubloggið, hef sjálf verið spurð að því hvort ég sé Sigurbjörn, sem er í mínum huga mikið hrós:)