2011-02-22

Pjattrófur fá tölvuskeyti

Margrét Hugrún Gústavsdóttir settist niður í gær og skrifaði bloggfærslu með titlinum Í tilefni dagsins.


Það sem fáir vita er að áður en þessi færsla birtist hafði Margrét Hugrún skrifað eitthvað allt annað, nefnilega færsluna með titlinum Konur í fjölmiðlum. Færslan byrjaði svona:
Mikið finnst mér skrítið að sjá forsíðu Eyjunnar nú þegar Pjattrófur og Svart á Hvítu eru horfnar úr stofunni sem þær skipuðu með ...
Jafnóðum og færslan birtist, hvarf hún (fyrir utan þetta setningarbrot sem finnst á Google). Sorglegt, því byrjunin lofaði góðu. Maður fær á tilfinninguna að það sem kom á eftir var gagnrýni á nýja eigendur Eyjunnar fyrir að hafa fært Pjattrófurnar neðar á forsíðu Eyjunnar, en eins og flestir vita eru nýjir eigendur Eyjunnar líka eigendur bleiks.is (og annarra sóðasíðna sem ég ætla ekki að fara út í núna). Ég vorkenndi Margréti Hugrúnu og skrifaði Pjattrófunum því tölvupóst, af því að mig langaði að lesa upprunalega pistilinn, áður en ég skrifa grein sem á að fjalla um það hversu lítið konur sjást í íslenskum fjölmiðlum (t.d. í þáttum eins og Kiljunni).


Tíu mínútum síðar barst svar. Margrét Hugrún vildi fá símanúmerið mitt. Ég svaraði um hæl:


Margrét Hugrún er greinilega ekki á því að leyfa mér að lesa það sem hún skrifaði, því hún svarar stuttu síðar að það hafi ekki verið neitt. Jæja, ég get ekki annað en þakkað henni fyrir skjót svör og það hversu notaleg hún er í samskiptum. Ég átta mig samt ekki á því af hverju hún þarf að nota gæsalappir utan um nafnið mitt ...


3 ummæli:

"Berglind" sagði...

Mér finnst bloggið þitt æðislegt! Keep up the good work! :)

Kristín Jónsdóttir sagði...

Já, hvaða diss er þetta á nafnið þitt? Skil ekkert í þessu. Mjög áhugavert mál, mikilvægt að fjalla um hlut kvenna í fjölmiðlum, sem er ekkert að lagast, síður en svo.

Sigurbjörn sagði...

Auðvitað er mikilvægt að fjalla um hlut kvenna í fjölmiðlum. Alveg eins og það er mikilvægt að fjalla um hlutskipti kvenna í launamálum, atvinnumálum, hvernig konur eru meðhöndlaðar í kynferðisbrotamálum, og svo framvegis og svo framvegis.

Mér finnst samt óþarfi að tengja það við áhugamál Margrétar Hugrúnar og það hvaða starf hún hefur valið sér (og ég sé í raun og veru engan mun á starfi hennar og t.d. starfi Eiríks Jónssonar, þau vinna bæði við að viðhalda stöðluðum kynjaímyndum og það er allt í lagi að gagnrýna það að Pjattrófurnar séu færðar neðar á Eyjunni, en það má ekki gleyma því að það er líka mikilvægt að gagnrýna efnistök þeirra beggja).

Ætli MHG haldi ekki bara að ég sé Hildur Knútsdóttir? Egill Helgason er hýsill fyrir eitt sníkjudýr (AMX), Margrét Hugrún er hinsvegar hýsill fyrir tvö (Tískubloggið og mig) og hún ætti nú bara að vera upp með sér fyrir það.