2011-05-16

Má nauðga latri konu?

Ég sendi Smugunni fyrirspurn rétt í þessu:

Ég er alveg sammála Björgu Evu Erlendsdóttur um að breytinga sé þörf í því hvernig íslenskir fjölmiðlar fjalla um kynferðisafbrot.

En mér þykir, í ljósi gagnrýni Bjargar Evu, ástæða til þess að spyrja hvers vegna blaðamanni Smugunnar þótti nauðsynlegt að tilgreina húðlit konunnar sem sakar Strauss-Kahn um að hafa nauðgað sér, og það að hún hafi verið vel liðin í starfi.

Hefði öðruvísi horft við, hefði konan verið hvít og illa liðin í starfi? Hvað eigum við, lesendur Smugunnar, að gera við þessar upplýsingar? Eru þær svo mikilvægar að þær hafi áhrif á það hvaða skoðun við höfum á málinu?

4 ummæli:

Jón Ó sagði...

hér er ég ósammála þér sigurbjörn - ég held að húðlitur fórnarlambsins sé sérstaklega relevant!
(spurningin er samt hvort "sítering" smugunnar hafi í raun verið annað og meira en endursögn - þá kannski skýrist líka "vel liðin í starfi" sem er jú einstaklega bandarísk leið til að tala niður til "gallaðra" kapítalistaeintaka - en það er annað mál).

í bandarísku kontexti er húðlitur bara töluvert ákvarðandi. hér er ég að sjálfsögðu ekki að tala um eðlismun á milli fólks með mismunandi húðlit, heldur sósjalkonstrúktir þær sem nýttar eru til öðrunar (kynþáttur/menning/þjóðerni/uppruni /litarháttur - sem er svo í raun allt "stand-in" fyrir kynþátt).
ef við abströktum aðeins og skoðum hvað dsk gerir í lífinu, þá snýst það meira og minna um að vera einn valdamesti leikmaður vestursins á heimsmarkaðnum (IMF): dsk vinnur við að setja þriðjaheimsríkjum (og örfáum evrópuríkum í skuldavanda, nú í seinni tíð) afarkosti sem valda gríðarlegri félagslegri ömurð í þeim löndum sem þurfa að leita á náðir IMF. á meðan eru aðalpeð sjóðsins í kóngaleik, þ.e. "of-njóta" vestrænna lífsgæða í öðruveldi - hvar og hvenær sem er.
við vitum að fórnarlambið var ekki einungis svört, heldur var hún einnig nýr innflytjandi og þar að auki frá ónefndu afríkulandi.
nú var dsk á (frönsku) eðalhóteli í ny, og inn slysast svört þerna frá þriðjaheims afríku (gæti verið að hún hafi verið frönskumælandi? og hér er ég að reyna að linka við nýlendusögu frakka í afríku) - er ekki hægt að ímynda sér að maður sem er kvenníðingur og vinnur aukinheldur við að fá sínu framgengt með því að valta yfir þróunarþjóðir, finnist hann geta nauðgað svörtum innflytjenda frá afríku án þess að það ætti að vera neitt biggí? ef að það er málið sjáum við að húðlitur er bara bullandi relevant. ef við snérum þessu við er ólíklegt að dsk myndi hafa reynt að nauðga hvítri, vel settri, bandarískri konu sem af einhverjum ástæðum þyrfti að hafa slysast inn á herbergið hans. ég myndi halda að ef sú staða hefði komið upp - að hvít bandarísk kona slysaðist inn á herbergi hans og hann nakinn - væri dsk nú í fréttum vegna skuldapakkans sem hann ætlaði að diskútera við angelu merkel daginn eftir handtökuna.

Hildur Lilliendahl sagði...

Sjitt. Ég var rosalega sammála þessari færslu en svo las ég kommentið og nú er ég sammála því. Ég held að þetta sé bæði rétt og mikilvægt. Það breytir því hinsvegar ekki að íslenskir fjölmiðlar taka þetta hrátt upp úr bandarískum fjölmiðlum og setja það fram án þess að lesendur þeirra hafi sömu tilfinningu fyrir mikilvægi húðlitar fórnarlambsins. Þetta á langt í frá sama erindi við þá sem lesa Smuguna (nema það sé útskýrt hvers vegna þetta skiptir máli) og við þá sem lesa NYT.

Sigurbjörn sagði...

Já, ég er sama sinnis. Ég fékk smá áfall þegar ég las athugasemd þína, Jón, og varð mjög efins um það sem ég hafði skrifað. Ég skil það fyllilega að þetta geti verið mjög mikilvægur hluti fréttar í bandarískum fjölmiðli, einmitt á þeim forsendum sem þú nefnir.

En, eins og sést á seinni færslunni minni í dag, felst gagnrýni mín líka í því að Smugan étur gagnrýnislaust upp úr amerískum fjölmiðli eitthvað sem á ekkert erindi við íslenska lesendur á sama tíma og Smugan gagnrýnir aðra íslenska fjölmiðla fyrir skringilegan fréttaflutning af kynferðisafbrotamálum. Ég hef enn ekki fengið nógu góð svör við þeirri gagnrýni, finnst mér.

Þannig var nú það.

Stína franska sagði...

Ég upplifði dálítið í gær alls konar svona pælingar varðandi þetta mál með mismunandi menningarsvæði og hvað er eðlilegt hér í Frakklandi en ekki á Íslandi, þegar ég var að fara í gegnum fréttamiðla, vitandi að ég myndi tala á Rás 2 morguunninn eftir. Ég veit ekki alveg hvernig ég komst út úr því, maður náttúrulega beyglast allur og ekkert kemur út af þessu sem maður var búinn að skrifa niður. Hins vegar held ég að alveg sé kominn tími til að taka á mýtunni um kvennabósann og léttlyndu meyjuna sem er sterkur hluti af ímynd Frakka, en hefur allt aðra merkingu innan landsins og sem ég hef stundum útskýrt í stuttu máli fyrir túristum í Versölum, en aldrei skrifað neins staðar niður. Það er ekkert alrangt að á vissan hátt sé ákveðin hetjuímynd falin í kvennabósanum, en langt í frá að þeim sé leyfilegt að nauðga. Æh, ég get ekki skrifað of mikið um þetta núna. Klukkan er komin fram yfir leyfilegan vökutíma. Síðar. Ciao!