2011-05-18

Um „kynlífsþjónustu“

Vísir birti í gær grein undir fyrirsögninni „Fullorðnir kaupa sér kynlífsþjónustu grunnskólabarna á netinu“.


Orðasambandið „kynlífsþjónusta grunnskólabarna“ fór fyrir brjóstið á mér svo ég sendi fréttastofu og ritstjórn Vísis tölvuskeyti:


Núna er búið að skipta orðinu „kynlífsþjónusta“ út fyrir orðið „kynlíf“ (þótt það hafi nú misfarist að fjarlægja kynlífsþjónustuna úr netslóðinni). Nú spyr ég: Finnst blaðamanni Vísis ekkert athugavert við það að kalla kynferðislega misnotkun á börnum það að „eldri menn haf[i] keypt kynlíf af grunnskólabörnum“? Ég sendi fréttastofu og ritstjórn annað tölvuskeyti:


Börn eru ekki lögráða og geta þar af leiðandi ekki gengist undir samninga um kaup og sölu á vöru, ekki einu sinni sölu á líkama sínum, þannig að orðalagið að börn selji kynlíf er ekki einungis ógeðslegt, það er merkingarsnautt. Og án þess að við þurfum eitthvað að byrja að ræða hörmuleg örlög kvenna og karla sem eru neydd til þess að selja líkama sinn, lýsir það einstakri óvirðingu gagnvart börnunum sem hafa lent í þessu að kalla ofbeldið sem þau verða fyrir vændi.

Bætt við:

Gunnar Valþórsson svarar:

Sæll Sigurbjörn.

Takk fyrir gagnlegar ábendingar. Orðalagi í fréttinni hefur nú verið breytt að höfðu samráði við fréttamann Stöðvar 2.
Slóðin á einnig að breytast í samræmi við það en það gæti tekið smá tíma.

Kveðja, Gunnar Valþórsson, Vísi. 

Mikið rétt. Nú er ekki einungis búið að breyta orðalaginu, það er líka búið að gera börnin að gerendum:


Maður nennir nú varla að hjakka í sama farinu öllu lengur svo þetta verður mín síðasta tilraun til að koma vitinu fyrir blaðamann Vísis:


Enn síðar:

Svar Gunnars Valþórssonar:
 
Með því að segja að þau hafi selt sig meinarðu væntanlega?

Þar er verið að vitna til orða viðmælandans: "Við höfum séð nokkur alvarleg vændismál hér á Íslandi þar sem börn á aldrinum 13 til 15 ára hafa verið að selja líkama sinn fullorðnum."

Við ritskoðum ekki ummæli sem höfð eru beint eftir fólki.

Eitthvað eru skilgreiningar íslenskra blaðamanna á því hvað er haft beint eftir fólki teygjanlegar, en við vitum þetta þá núna. Þessi orð eru komin úr munni forstöðumanns Barnahúss, Ólafar Ástu Farestveit. Ég hvet fólk til að senda henni línu: olof@barnahus.is.

Degi síðar:

Í millitíðinni fékk ég svar frá Ólöfu, sem segist aldrei myndu líkja ofbeldi við þjónustu. Og það er nefnilega þetta sem er kjarni málsins. Vandamálið er ekki að börn selji líkama sinn (þjónusta?). Vandamálið er að fullorðnir karlar notfæra sér aðstöðu barna, misnota þau kynferðislega og friða samvisku sína með því að gefa þeim eitthvað í staðinn, hvað sem það kann að vera, peningar, hlutir, eiturlyf eða áfengi (ofbeldi).

7 ummæli:

Kristín í París sagði...

Í hrikalegri (en vandaðri) umfjöllun Kastljóss í gær kemur orðalagið úr lögunum vel fram. Þar er talað um blekkingar og gjafir. Þar er reyndar líka talað um að stelpur allt niður í 13 ára séu að selja sig (ég á erfitt með að trúa að strákar séu undanskildir). Það sló mig, en að sama skapi, þá eru þetta krakkarnir að tala, eða fullorðna fólkið sem endurtekur það sem krakkarnir eru að segja þeim. Og það er nú málið, amk í fíkniefnaheiminum, að þær eru að selja sig, þær eru að sofa hjá köllum sem eiga efni. Þessi feisbúkkmál eru líklega mjög ólík, og orðalagið kynlífsþjónusta og að gera börnin að gerendum er út í hött.

Sigurbjörn sagði...

Áttu við að orðalagið „að gera börn að gerendum“ sé út í hött eða það að börnin séu gerð að gerendum?

Kristín í París sagði...

Að börn séu gerð að gerendum hjá vísi. Að gera börn að gerendum er kannski ekki beint það fínasta, en skilar nákvæmlega merkingunni og skilst alveg. Hef ekkert við það að athuga.

Sigurbjörn sagði...

Gott að við séum þá ósammála um eitthvað ;)

Mér finnst það fáránlegt að börnin skuli vera gerð að gerendum. Ég vil nefnilega leyfa mér að stórefast um að þau hafi átt frumkvæðið að þessum „viðskiptum“.

Kristín í París sagði...

Já, við erum sammála! Ég er líka ósammála orðalagi Vísis, og sammála þinni ábendingu um það :) Ertu að hrekkja mig haddna?

Sigurbjörn sagði...

Djöfull og dauði! Ég sem ætlaði að æsa þig upp í rifrildi ... ;)

Kristín í París sagði...

Helvítis hrekkjusvín ertu!