2011-06-25

Ég elska að vera femínisti

Lena Mist elskar að vera stelpa. Samt var hún þvinguð snemma til þess að fullorðnast. Á maður að vorkenna henni?

Lena Mist hefur fallegar hugsanir um jafnrétti kynjanna, um jafna verkaskiptingu innan veggja heimilisins, um sömu laun fyrir sömu vinnu. Best er samt að gera hlutina saman. Elda saman og ryksuga saman. Lena Mist ef þú eignast einhvern tíma börn kemstu að því að það er kannski ekki alltaf svo rosalega auðvelt.

Svo komum við aftur að undir og yfir. Lenu Mist finnst núna að undir eigi að láta heyra meira í sér og yfir eigi að slaka aðeins á í kröfunum. Hún þykist líka vera komin á þá skoðun að undir geti alveg verið hvorttveggja maður og kona.

Hún er hins vegar algjör stelpa.

Hvernig það tengist því sem á undan fer, eða hvaða hlutverki það gegnir í samhenginu, skil ég ekki. Hvað hefur það með jafnrétti kynjanna að gera að Lenu Mist finnist hún vera stelpa? Hvað hefur það með jafnrétti kynjanna eða það að verkaskiptingin eigi að vera jöfn á heimilinu að Lena Mist sé í fjötrum staðalímyndarinnar, að hún elski að kaupa sér föt og skó, að hún hafi áhuga á snyrtivörum og hárgreiðslum?
Mér finnst konur alveg ótrúlega fallegar og við eigum að fá að vera kvenlegar án þess að mæta fordómum.
Lena Mist, þú mátt fyrir alla muni hafa hvaða áhugamál sem er í friði fyrir mér og öllum öðrum. En í guðanna bænum, blandaðu því ekki saman við jafnrétti kynjanna. Heimurinn snýst ekki í kringum þig.
Ef þú ert með fín brjóst en langar bara í aðeins stærri ”af því bara” og eyðileggur þau svo hugsanlega ef aðgerðin misheppnast, er eitt af þeim uppátækjum sem ég fæ ekki skilið.
Nei, það skil ég vel. Mér finnst það líka alveg ótrúlegt að konur eins og þú skulir vinna við það að telja öðrum konum trú um að þær séu ekki með nógu stór brjóst og að þær þurfi að troða sílíkoni í þau í þeirri trú að sjálfsöryggi þeirra bantni. Það sem þú skrifar er svo mótsagnakennt að maður þarf ekki að hafa mikið á milli eyrnanna til þess að fatta það.

Jæja, og nú vöðum við úr einu í annað, úr brjóstastækkunum í klámið. Jú, konur greinir víst á um klám (ég skil nú ekki hvers vegna þarf að tilgreina það að konur sérstaklega greini á um klám, það eru sem betur fer líka til karlar sem eru mótfallnir klámi. Það eru eflaust til konur sem horfa á klám, en ég efast um að konur séu mótfallnar klámi vegna þess að þeim finnist það ógna öryggi þeirra. Ég efast um að konur séu mótfallnar klámi vegna þess að þeim finnist það óþægilegt að karlarnir þeirra horfi á klám eða vegna þess að þær séu hræddar um að karlarnir girnist frekar leikkonurnar en þær sjálfar. Ég held, og vona innilega, að sem flestir, konur og karlar, séu mótfallnir klámi vegna þess að klám hlutgerir konur (og karla). Klám er ekki lýsing á kynlífi. Klám er sýndarveruleiki þar sem tvær vélar riðlast, iðulega önnur á hinni. „Oftast er litið á klámmyndaleikara sem hluti fremur en fólk“. Það er einmitt vandamálið, því það er mjög auðvelt að yfirfæra þetta yfir á raunverulegt líf. Karlar hlutgera konur, hlakka yfir því að þær taki á móti í öll göt og að þær þurfi bara að láta ríða sér almennilega svo þær geti hugsað skírt.

Og þú hefur greinilega unnið heimavinnuna þína, Lena Mist. En þú hefur ekki unnið hana nógu vel því þú færð falleinkun fyrir heimildasöfnun. Þú last fréttatilkynningu um könnun sem var gerð við háskólann í Montréal. Þú gleymdir að geta þess að í þessari könnun voru einungis tuttugu karlar spurðir um viðhorf sitt til kvenna. Svör tuttugu karla geta varla gefið góða mynd af viðhorfum allra karla. Niðurstöður könnunarinnar verða seint taldar marktækar.
Þá langar mig að benda á það er til femínistaklám, í alvöru! 
Takk. Ég segi nú bara eins og kunningjakona mín: „Ég sé bara að ég hef ekki aðeins misskilið femínisma heldur klám líka. Hjálpi mér heilagur Ron Jeremy!“

Þú elskar að vera stelpa. Hvernig tengist það því að þér finnist barátta kvenna fyrir auknu jafnrétti vera frábær? Finnst þér það ekki koma úr hörðustu átt að þú, sem skrifar fyrir þann miðil sem er einna duglegastur við það að halda á lofti staðalímyndum kvenna og karla, skulir velta því fyrir þér hvort það sé einhver „ástæða til þess að setja alla undir sama hatt“?

Ég skildi ekki næstu setningu svo ég ætla að leyfa mér að geta í eyðurnar (það er nefnilega með eindæmum hvað það er fyrirsjáanlegt hverju þú vilt koma á framfæri):
Að ákveða að þær konur sem eru mótfallnar klámi, stundi ekki kynlíf og raki ekki á sér fæturnar [séu betri]; að allar konur með sílíkon séu þrælar karlmanna?
Það hefur enginn sagt að konur sem eru mótfallnar klámi, stundi ekki kynlíf og raki ekki á sér lappirnar séu betri en konur sem séu/stundi/geri það ekki. Það segja heldur ekkert allir að allar konur með sílíkon séu þrælar karlmanna. Gagnrýnin beinist að þeim sem viðhalda staðalímyndum um að konur með stór brjóst séu meira aðlaðandi en konur með lítil brjóst.

Og sérðu ekki mótsögnina í því sem þú skrifar. Þér finnst að [þ]ið eig[ið] allar að fá að vera eins og [þ]ið eru[ð]. Og njóta þess“. Samt hefurðu ekkert á móti því að konur séu að breyta líkama sínum til þess að þóknast einhverjum öðrum (og gefa eftir ímyndaðri þrá um betra útlit)?

Hvernig væri nú bara að snúa sér að einhverju öðru. Skrifaðu tískublogg og láttu femínismann bara eiga sig. Þú þarft ekki að réttlæta skrif þín svona fyrir sjálfri þér, það er bara kjánalegt.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig stendur á því að allir feministar hljóma eins og þeir séu vangefnir hálfvitar? Geta varla hnoðað saman skiljanlegri setningu.

Hvað er eiginlega verið að segja í þessum pistli? Að konur með stór brjóst séu mótfallnar klámi?

Sigurbjörn sagði...

Hvernig stendur á því að fólk sem hefur eitthvað á móti femínistum er svona gróft í kjaftinum?

Hvað ertu að reyna að segja með þessu kommenti? Að þú sért aumingi?

Nafnlaus sagði...

Kæri naflaus, segðu okkur hvaða setningu þú skilur ekki, við getum kannski hjálpað þér eitthvað. Kveðja, Félag Alvitra Femínista.

Nafnlaus sagði...

biðjum forláts á innsláttarvillu, við beinum orðum okkar að nafnlausa and-femínistanum (ef við skiljum hann rétt) hér efst.

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú ert pottþétt kona, ef ekki þá ertu ókarlmannlegasti gæji og mesti faggi sem ég veit um. ég skil varla neitt sem þú segir hefuru ekkert að gera, eru karlar virkilega að leggjast svona lágt til að vera karlkynsfeministar ? þá eru þeir gjörsamlega komnir á botninn, ég myndi frekar sjúga typpi fyrir heróín. ég las hálfan pistil hjá þér um lenu mist og ég held að ég hafi misst þvag af leiðindum, það hefur aldrei komið fyrir mig áður og eg hef gert fucking leiðinlega hluti trúðu mér.Kv Sveinn Þorleifsson

Sigurbjörn sagði...

Æ, leiðinlegt. Eitthvað hlýturðu samt að hafa fengið út úr því fyrst þú sérð þig knúinn að skrifa athugasemd. Ég held að það væri nú kannski best til lengdar fyrir þig að horfast í augu við afbrýðissemina. Þú ættir allavega að hugsa áður en þú skrifar og lesa það yfir áður en þú ákveður að láta það frá þér. Það er nefnilega þannig að ég hefði miklu frekar tekið til mín málefnalega krítík en svona tilefnislaust kjaftædi eins og það sem þú skrifar fer inn um annað og út um hitt. Haltu bara kjafti, helvítis auminginn þinn!

Nafnlaus sagði...

Vá, Sveinn þú kemur víða við. Hommafóbía OG kvenhatur, allt í einu innleggi! Húrra fyrir þér. Þú opinberaðir þig officially sem fæðingarhálfvita sem hugsar með rassgatinu. Svona til að tala tungumál sem þú skilur. Kær kveðja, Karen