2011-06-04

Hreinsum Matarkörfuna!

Guðlaug Sveinsdóttir er gamansöm kona og hefur áreiðanlega skemmt sér yfir tölvuskeytinu frá mér. Hún sló alla vega á létta strengi í svarinu sem ég fékk frá henni í gærkvöldi:


Nú er ég femínisti og eins og flestir ættu að vita hafa femínistar enga kímnigáfu. Það kemur vonandi í ljós í svari mínu til Guðlaugar:

11 ummæli:

Súsanna Ósk sagði...

Hún Guðlaug er greinilega af gamla skólanum og ekki þykir mér það öfundsvert hlutverk- sjálf veit ég ekki um neitt heimili þar sem maður og kona búa þar sem konan ein sér um þrifin. Hún hefur e.t.v. ekki fylgst nógu grannt með þróuninni síðustu áratugina. En rétt er það að kannanir hafa sýnt að karlar sjá minna um þrif en konur inná heimilinum- margvíslegar ástæður geta legið þar að baki. Þessu þarf að breyta svo að konur geta farið að stunda áhugamál sín á borð við viðgerðir á bílum, skotveiði, garðyrkju og fótbolta.

Sigurbjörn sagði...

Guðlaug skilur ekki um hvað málið snýst.

Nútímaaltmugligmaðurinn þrífur eftir sjálfan sig þegar hann er búinn að káma allt út með olíu eftir bílaviðgerðina?

Og í heimi Guðlaugar hafa konur áreiðanlega meiri áhuga á innanhúshönnun og snyrtivörum en einhverju jafnsubbulegu og garðyrkju og viðgerðum.

Kristín Jónsdóttir sagði...

Ég er nú svo viðkvæmt lítið blóm að ég skil ekki hvernig fólk getur svo mikið sem farið inn á þessa vefsíðu, hún er svo ljót. Það er einhvern veginn eins og hún sé frá því löngu fyrir tíma internetsins, eins og hugsunargangur umsjónarkonunnar, greinilega.

Dóri sagði...

Ég skil nú ekki afhverju það er alltaf bara verið að röfla um einhverja svona smáhluti hérna á meðan að það er ekkert talað um hluti eins og þetta:

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/breytingar-gagnryndar-ogmundur-gengur-erinda-ofgahopa-kvenrettinda-og-soar-hundrudum-milljona

Sigurbjörn sagði...

Þessi frétt er ótrúlega illa unnin og það er engin leið að mynda sér skoðun á málinu út frá henni. Hún er einhliða, óskýr og ónákvæm eins og allt annað sem birtist á vefmiðlum Björns Inga Hrafnssonar.

Það eru til fjölmörg dæmi um það í löndunum í kringum Ísland að ákvæðið um sameiginlegt forræði virkar ekki alveg jafnvel og menn hefðu viljað.

Í Svíþjóð er það venja að dæma öðru foreldrinu forræði þegar foreldrarnir geta af einhverjum ástæðum (t.d. heimilisofbeldi) ekki sæst.

Það þarf meiri umfjöllun og hleypidómaminni til þess að ég tjái mig um þetta mál.

Sigurbjörn sagði...

Og ef þér finnst ég vera röfla um einhverja smáhluti, þarftu ekkert að lesa það.

Dóri sagði...

Kannski það sem skrifað inná félag ábyrgra foreldra sé betur skrifað:

http://www.foreldrajafnretti.is/?p=3318

Og er þá eðlilegt að sleppa þessu á Íslandi útaf því að þetta virkar ekki jafnvel og vonast væri til í öðrum löndum?
Og er líka eðlilegt að feður sem eru með viljan og getuna til að vera meira með börnin sín geti ekkert gert vegna þess að lögin geri ekki ráð fyrir því að báðir foreldrarnir geti verið jafnhæfir til að ala upp barn?
Ég skil heldur ekki afhverju þú minnist á heimilisofbeldi í Svíþjóð, auðvitað ætti ekki að dæma sameiginlegt forræði ef annað hvort foreldrið er ekki starfi sínu vaxið...

Og fékk Matarkörfu málið meiri umfjöllun en þetta?

Og meiningin er ekki að gera lítið úr blogginu þínu, heldur bara að benda á að það eru stærri hlutir sem þarf að tækla í nafni jafnréttis heldur en auglýsing frá Matarkörfunni...

Sigurbjörn sagði...

Það þarf alveg að ræða þetta eins og allt annað, en ég get ekki verið alls staðar eða haft vit á öllu.

Líf sagði...

Sæll Dóri - lögin gera ráð fyrir því að forsjá foreldra sé sameiginleg og að báðir foreldrar sinni uppeldi barna sinna - séu þeir hæfir til þess.

Þar fyrir utan þá ætlar dóms- og kirkjumálaráðherra að skipa nefnd til að fara yfir reglur barnalaga um forsjá barna, búsetu og umgengni með það fyrir augum að meta hvort ákvæði þeirra tryggi á viðeigandi hátt þá hagsmuni sem lögunum er einkum ætlað að standa vörð um og hvort ákvæðin taki nægilegt tillit til mismunandi aðstæðna fjölskyldna og þeirrar þróunar og viðhorfsbreytinga sem orðið hafa í samfélaginu.

Verði niðurstaða nefndarinnar sú að þörf sé á að breyta gildandi barnalögum skal nefndin semja tillögur að viðeigandi breytingum og því hvernig hrinda megi þeim í framkvæmd og skulu þær vera settar fram í drögum að frumvarpi til laga.

Það hlýtur að vera framfaraskref og öllum til gagns.

Sigurbjörn bendir réttilega á í bloggi sínu þann vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir og getur af sér fjarverandi feður og einstæðar mæður. Staðlaðar kynjamyndir og fordómar um kynin og hlutverk þeirra ásamt félagslegri undirskipan kvenna hafa getið af sér þá samfélagsgerð sem við búum við. Karlar sækja síður í umönnunarstörf og konur síður í stjórnunarstöður. Baráttan fyrir jafnrétti á að eiga sér stað á öllum vígstöðum - og hún kjarnast nákvæmlega í þessu sem Sigurbjörn bendir á í þessari færslu sinni (og fleirum hér) og er í raun rótin sem þarf að uppræta.

Feminismi er ekki tímaskekkja og ég er þakklát öllum þeim sem nenna að benda á meinsemdir af þessu tagi, hvort sem þær eru litlar eða stórar - og gefast aldrei upp að reyna búa hér til réttlátt samfélag með jafnri stöðu kynjanna.

Áfram Sigurbjörn.

http://www.althingi.is/altext/139/s/1374.html

Sigurbjörn sagði...

Nú er ég búinn að lesa breytingatillöguna og ég furða mig á viðbrögðum Félags um foreldrajafnrétti.

Þú skrifar:

„Og er líka eðlilegt að feður sem eru með viljan og getuna til að vera meira með börnin sín geti ekkert gert vegna þess að lögin geri ekki ráð fyrir því að báðir foreldrarnir geti verið jafnhæfir til að ala upp barn?“

Ég sé ekkert í breytingatillögunni sem ætti að koma í veg fyrir þetta. Það er einmitt útgangspunktur hennar að foreldrar fari með sameiginlegt forræði. Hins vegar er lögð meiri áhersla á að foreldrar fái aðstoð við að ná sáttum ef upp koma ágreiningsmál. Ég mæli með því að þú lesir sérstaklega athugasemdirnar við breytingatillöguna, þar sem meðal annars segir:

„Ítrekuð eru sjónarmiðin sem þar koma fram um mikilvægi nýrra ákvæða um ráðgjöf og sáttameðferð sem ætlað er að hjálpa foreldrum að leysa úr ágreiningsmálum með hagsmuni barns að leiðarljósi. Hér síðar er vikið að því að rannsóknir sýni að sáttameðferð eða sáttamiðlun sé til þess fallin að leysa stærstan hluta ágreiningsmála milli foreldra sem ella þyrfti að leysa með úrskurði eða dómi. M.a. með hliðsjón af því þykir rétt að láta reyna á hin nýju úrræði um ráðgjöf og sáttameðferð áður en lagt er til að dómurum verði veitt heimild til að dæma foreldra til að fara saman með forsjá barns.“

Með lagabreytingunni er verið að leggja áherslu á réttindi barna. Mér sýnast viðbrögð Félags um foreldrajafnrétti aðallega snúast um að réttindi foreldra séu skert.

Kristín Jónsdóttir sagði...

Það er náttúrulega algerlega dæmigert að ef maður er ekki bara afgreiddur sem illa riðinn, er notað gegn manni að það séu stærri mál að ræða. Óþolandi. Ég hef nú bara aldrei vitað neina meinsemd upprætta jafnhratt og auðveldlega og þessi móðurréttur sem viðgekkst (og m.a. vegna þess að talið var að konur einar gætu séð um heimili, ekki var hægt að láta börnin alast upp í óhreinindum og borða bara tilbúinn mat - sem er þetta fáránlega viðhorf sem viðhaldið er á alls konar vefmiðlum og í sjónvarpi og sem Sigurbjörn berst glæsilega gegn). Þetta með móðurréttinn var leiðrétt svo hratt að það liggur við að ég sem kona sé hálfmóðguð, af hverju þurfum við að berja hausnum við stein, en karlar ekki annað en að æmta og þá er því kippt í lag? Ég er mjög sátt við jafnt aðgengi foreldra að börnunum og ánægð með þessa þróun, bara svo það sé á hreinu.