2011-07-07

Fordómar í garð feðra

Ritstjórn vefsins bleikt.is mun seint læra að taka til sín gagnrýni.

Hér er nýjasta dæmið um það hvernig karlmönnum er lýst á bleikt.is.

Undir yfirskriftinni „Er það ekki svona að vera pabbi?“ birtir ritstjórnin mynd af karli sem situr í sófa með sofandi barn á maganum. Hann er að spila tölvuspil ...

Ég get upplýst ykkur hjá bleikt.is að það er einmitt ekki svona að vera pabbi. Það gefst alla vega sjaldan tími til tölvuleikja á mínu heimili.


Ykkur þykir þetta áreiðanlega voðalega fyndið og skemmtilegt, en textinn við myndina lýsir gamaldags viðhorfum til feðra sem einskins nýtra letingja sem eru fjarverandi í uppeldi barnanna sinna.

Hættið!