Ég ætlaði að skrifa um pistilinn hennar Völu um það hvernig karlmenn eigi að hegða sér þegar kærastan er veik, en ég kemst betur og betur að því eftir því sem ég les pistilinn oftar að hann fjallar ekki um neitt svo ég hef eiginlega ekki annað að segja en þetta:
1. Ég efast um að Pjattrófurnar þekki nógu marga karlmenn til þess að geta fullyrt nokkuð um það hvort karlmenn hafi það í eðli sínu að hugsa um aðra og hjúkra þeim sem eru veikir eða ekki. Í mínum heimi hefur meðaumkun lítið með eðlismun á körlum og konum að gera. Þær eru áreiðanlega jafnmargar konurnar sem gefa skít í að hjúkra körlunum sínum þegar þeir eru veikir. Það að allir kærastar Völu virðast hafa hundsað hana í veikindum hennar segir meira um val hennar á karlmönnum en um karlmenn.
2. Vala heldur því fram að eitt stærsta prófið sé það hvernig kærasti kemur fram við konuna sína þegar hún er veik. Vala hefur greinilega misst af einhverju því í raun og veru er stærsta próf karls hvernig hann kemur fram við kærustu sína. Punktur - og svo snúum við við - stærsta próf konunnar er hvernig hún kemur fram við kærasta sinn. (Við skulum halda þessu á kærastaplaninu, á sama plani og Pjattrófurnar, hálffertugar og -fimmtugar, vilja halda því. Þær eru svo lausar og liðugar, skuldbindingalausar og bera enga ábyrgð.)
3. Mikilvægast í huga Völu eru rétt viðbrögð því þegar maður er lasinn „verður maður sérstaklega viðkvæmur“. Það verður að hjúkra og þegar maður les pistilinn skilur maður að í heimi Völu eru karlmenn ófærir um það. Hvað þá að hugsa, taka eigin ákvarðanir eða bera ábyrgð á gjörðum sínum. Afgangurinn af pistlinum eru misyfirborðskennd ráð um það hvernig karlmenn eiga að hegða sér þegar kærastan þeirra er veik. Og kirsuberið á marengstoppnum er jafnréttisjöfnunin, því allt það sama gildir um konur þegar kærastarnir þeirra eru veikir, nema maður á ekkert að vera að hringja of oft og það þarf ekkert að gefa þeim blóm ... Vala veit áreiðanlega margt um það hvernig hún vill láta koma fram við sig þegar hún er veik. En það sem hún á kannski mest ólært er að ekki allar konur eru eins og hún og ekki allt er hægt að útskýra út frá því hvort maður hafi eitthvað hangandi á milli lappanna á sér eða ekki.
E.S.
Þessi færsla var skrifuð af skyldurækni og er þar af leiðandi illa skrifuð. Það gerist ekki aftur.
2010-12-17
2010-12-14
Bella á enga „vini“
Pjattrófurnar eru greinilega með góð sambönd. Þær geta nefnilega fullyrt að þótt sálfræðingar og geðlæknar séu ósammála um margt, þá séu þeir að minnsta kosti sammála um eitt: Það að „[k]onur og menn sem hafa útlit og kynþokka á sama plani geta aldrei verið “bara” vinir.“
Og hver er ástæðan? Jú, eins og alltaf er það mannlegt eðlið sem er undirrót alls ills. Það spillir fyrir því að konur og karlar geti verið vinir. „Við erum jú “bara” spendýr.“
Perlurnar hanga þétt á silkiþræðinum, fordómunum er pakkað inn í sellófan og ruglið svífur í loftinu svo maður áttar sig í raun og veru ekki á því hver efnistökin eru eða hvort tilgangur pistilsins sé í raun og veru annar en sá að fylla upp í eitthvert tómarúm á síðu Pjattrófanna. Hugmyndabrunnurinn er þurr.
Samhengið lýsir alla vega með fjarveru sinni og raunveruleg rök til stuðnings staðhæfingunni um að karlar og konur geti ekki verið vinir er ekki að finna í pistlinum. Þess í stað er rökleysunni kastað út í tíma og rúm án þess að nokkur fótur sé til fyrir henni í raunveruleikanum. Tökum dæmi:
• Samkvæmt nútíma skilgreiningu á vinskap, er raunverulegt vinasamband annars konar samband en kynferðislegt ástarsamband (það þurfti enga Pjattrófu til þess að segja okkur þetta)
• Vini langar ekki til þess að sofa saman (HA! Ég sem læt mig dreyma um trekant með bestu vinkonum mínum ... eða ekki)
• Ef konur eiga vini, þá eru þeir hommar (ég á vinkonur, ergo ég er hommi)
• Þegar hvorttveggja karl og kona eru aðlaðandi veltast litlar öldur um í undirmeðvitundinni, öldur sem hvísla: „Kannski gæti einhvern[ ]tíma[ ] eitthvað gerst“ (ég stóðst ekki mátið og leiðrétti málfarið). Myndmálið, maður lifandi. Þetta er betra en frasi úr bók eftir Paulo Coelho!
Svo koma gullmolarnir sem fengu mig til þess að efast um að Bella skilji orðin vinur og vinátta:
• Einhleypar konur njóta þess að eiga vini. Það skiptir nefnilega engu máli þótt hormónastarfsemi og eðlishvatir eyðileggi vinskapinn.
• Einhleypar konur gleðjast yfir því að eiga vini, því þá fá þær „jákvæða athygli frá hinu kyninu.“
• Hvaða kona fúlsar við því að eiga vin „sem hlustar á hana af athygli, finnst hún sæt og skemmtileg og er alltaf til í að gera það sem hana langar“.
OK. Vinátta karls og konu er greinilega háð duttlungum. Ég spyr mig hvort þeirra beri ábyrgð á hormónastarfseminni og hvort þeirra beri ábyrgð á eðlishvötunum. Getur verið að hormónastarfsemin sé konunnar og það sé karlinn sem lætur stjórnast af eðlishvötum?
Í heimi Bellu er vinátta það að manneskja notfærir sér góðvild annarrar manneskju:
Það er heldur ekki einn af bestu hæfileikum Bellu að leyna fordómum sínum gagnvart feitu fólki. Í huga hennar er allt í lagi að vinkona kærastans sé þybbin og trukkaleg (því þá er hún ekki aðlaðandi), en það er ekki allt í lagi að hún sé með pírð augu og í Wonderbra (því þá er hún of lík Ásdísi Rán). Það er ekki eins og það sé nóg fyrir Bellu að segja okkur þetta (eða hitt) einu sinni, því hún endurtekur sömu tuggurnar í sífellu. Ef maður á vin af hinu kyninu verður vinurinn að vera „ættingi, samkynhneigður eða með 50 aukakíló“ því annars fer allt í hass. Ég hef það á tilfinningunni að Bella skilji ekki muninn á vinasambandi og framhjáhaldi. Hver á „nánar stundir“ með vinum sínum? Á maður ekki einmitt vini til þess að geta átt samskipti við annað fólk á öðru plani en kynferðislegu?
Eftir allt þetta jaml, japl og fuður kemst Bella að þeirri frábæru niðurstöðu að „tilfinningalegur ídealismi [sé] óþægilegur“. Hvernig í ósköpunum henni tókst að komast að þessu get ég með engu móti áttað mig á en til að útskýra þetta allt saman betur dregur Bella upp „frum[manninn] í tilfinningalífi okkar“ sem er svo eigingjarn að hann vill helst ekki að makinn eigi samskipti við aðra. Okkur er með öðrum orðum ekki eðlislægt að eiga samskipti við fleiri en eina manneskju, maka okkar. Karlar eiga ekki að hafa pláss fyrir meira en eina konu í lífi sínu. Það held ég að sumir lifi einhæfu lífi sem þurfa að haga samskiptum sínum við annað fólk eftir kyni.
Svo toppar Bella allt saman með að vitna í könnun á spjallvef.
Svo uppljóstrar Bella því að orðið vinur hafi fleiri en eina merkingu. Hún hefði kannski átt að fletta upp í Íslensku orðabókinni, því hún getur ekki komið með betri skýringu en þá að þeir sem eru vinir eru „að minnsta kosti ekki óvinir“. Takk Bella! Ég er miklu fróðari. Ég get þá upplýst þig um það að í minni orðabók hefur orðið vinur tvær merkingar:
Maður má ekki að vera óvinur barnsfeðra sinna. En „þegar kynferðislegar, (meðvitaðar eða ómeðvitaðar, viðurkenndar eða óviðurkenndar (langanir spila inn í, þá er alltaf eitthvað smá extra í “vinskapnum”. “ (Bella, þú ættir kannski að prófarkarlesa pistlana þína áður en þú birtir þá, þeir eru hálfólesanlegir). Veistu hvað þú ert að tala um? Hvar er samhengið í því að maður eigi að vera vinur barnsfeðra sinna og því að það vakni kynferðislegar tilfinningar? Heldur þú virkilega að öll vinasambönd endi í því að kynferðislegar langanir springi út eins og valmúi á hveitiakri? Á hvaða plánetu býr þú? Ættirðu ekki frekar að skrifa um eitthvað sem þú hefur vit á í stað þess að alhæfa um hluti sem þú hefur greinilega ekki hundsvit á?
Þú átt enga vini sem hafa áður verið kærastar þínir. Hversu marga vini áttu? Þú myndir bara samþykkja það að maðurinn þinn ætti vinkonur svo þú getir haldið í vini þína. Samband sem byggist á svona eigingirni endist ekki lengi.
Rúsínan í pylsuendanum:
Þetta er vandamálið sem við nútímafólk glímum stundum við en hugsið ykkur hippatímabilið þegar allir áttu að vera með öllum. Hreinlega sofa saman á meðan undirniðri kraumuðu komplexarnir. Í dag erum við að glíma við afleiðingar þessara frjálsu ásta sem í raun voru bara afleiðingar af frjálsri fíkniefnaneyslu.
Hvernig í fjandanum tengist þetta því að karlar og konur geti ekki verið „bara“ vinir? Fyrirgefðu, en ég átta mig bara alls ekki á því ...
Og hver er ástæðan? Jú, eins og alltaf er það mannlegt eðlið sem er undirrót alls ills. Það spillir fyrir því að konur og karlar geti verið vinir. „Við erum jú “bara” spendýr.“
Perlurnar hanga þétt á silkiþræðinum, fordómunum er pakkað inn í sellófan og ruglið svífur í loftinu svo maður áttar sig í raun og veru ekki á því hver efnistökin eru eða hvort tilgangur pistilsins sé í raun og veru annar en sá að fylla upp í eitthvert tómarúm á síðu Pjattrófanna. Hugmyndabrunnurinn er þurr.
Samhengið lýsir alla vega með fjarveru sinni og raunveruleg rök til stuðnings staðhæfingunni um að karlar og konur geti ekki verið vinir er ekki að finna í pistlinum. Þess í stað er rökleysunni kastað út í tíma og rúm án þess að nokkur fótur sé til fyrir henni í raunveruleikanum. Tökum dæmi:
• Samkvæmt nútíma skilgreiningu á vinskap, er raunverulegt vinasamband annars konar samband en kynferðislegt ástarsamband (það þurfti enga Pjattrófu til þess að segja okkur þetta)
• Vini langar ekki til þess að sofa saman (HA! Ég sem læt mig dreyma um trekant með bestu vinkonum mínum ... eða ekki)
• Ef konur eiga vini, þá eru þeir hommar (ég á vinkonur, ergo ég er hommi)
• Þegar hvorttveggja karl og kona eru aðlaðandi veltast litlar öldur um í undirmeðvitundinni, öldur sem hvísla: „Kannski gæti einhvern[ ]tíma[ ] eitthvað gerst“ (ég stóðst ekki mátið og leiðrétti málfarið). Myndmálið, maður lifandi. Þetta er betra en frasi úr bók eftir Paulo Coelho!
Svo koma gullmolarnir sem fengu mig til þess að efast um að Bella skilji orðin vinur og vinátta:
• Einhleypar konur njóta þess að eiga vini. Það skiptir nefnilega engu máli þótt hormónastarfsemi og eðlishvatir eyðileggi vinskapinn.
• Einhleypar konur gleðjast yfir því að eiga vini, því þá fá þær „jákvæða athygli frá hinu kyninu.“
• Hvaða kona fúlsar við því að eiga vin „sem hlustar á hana af athygli, finnst hún sæt og skemmtileg og er alltaf til í að gera það sem hana langar“.
OK. Vinátta karls og konu er greinilega háð duttlungum. Ég spyr mig hvort þeirra beri ábyrgð á hormónastarfseminni og hvort þeirra beri ábyrgð á eðlishvötunum. Getur verið að hormónastarfsemin sé konunnar og það sé karlinn sem lætur stjórnast af eðlishvötum?
Í heimi Bellu er vinátta það að manneskja notfærir sér góðvild annarrar manneskju:
[Konan] sér hann kannski ekki sem kynveru en innst inni nýtur hún athyglinnar. Svona sambönd geta varað lengi, jafnvel þótt bæði fari í önnur sambönd, en það kemur líka fyrir að tilfinningarnar gangi of langt og þá flosnar upp úr “vinskapnum”. Strákurinn verður frústreraður yfir því að ná aldrei lengra, þora aldrei að segja neitt og þess vegna getið þið ekki verið “vinir” lengur.Er þetta lýsing á vináttu? Er þetta ekki heldur lýsing á sambandi þar sem konan notar karlinn? Í mínum huga er vinátta gagnkvæm, hún virðist ekki vera það í huga Bellu. Tvískinnungurinn skín í gegn. Fyrst er okkur sagt að karl og kona geti ekki verið vinir. Svo er okkur sagt að vinasambönd geti „varað lengi, jafnvel þótt bæði fari í önnur sambönd“. Fyrst er okkur sagt að konan líti ekki á vin sinn sem kynveru. Svo er okkur sagt að tilfinningarnar gangi of langt. Hvaða tilfinningar?
Það er heldur ekki einn af bestu hæfileikum Bellu að leyna fordómum sínum gagnvart feitu fólki. Í huga hennar er allt í lagi að vinkona kærastans sé þybbin og trukkaleg (því þá er hún ekki aðlaðandi), en það er ekki allt í lagi að hún sé með pírð augu og í Wonderbra (því þá er hún of lík Ásdísi Rán). Það er ekki eins og það sé nóg fyrir Bellu að segja okkur þetta (eða hitt) einu sinni, því hún endurtekur sömu tuggurnar í sífellu. Ef maður á vin af hinu kyninu verður vinurinn að vera „ættingi, samkynhneigður eða með 50 aukakíló“ því annars fer allt í hass. Ég hef það á tilfinningunni að Bella skilji ekki muninn á vinasambandi og framhjáhaldi. Hver á „nánar stundir“ með vinum sínum? Á maður ekki einmitt vini til þess að geta átt samskipti við annað fólk á öðru plani en kynferðislegu?
Eftir allt þetta jaml, japl og fuður kemst Bella að þeirri frábæru niðurstöðu að „tilfinningalegur ídealismi [sé] óþægilegur“. Hvernig í ósköpunum henni tókst að komast að þessu get ég með engu móti áttað mig á en til að útskýra þetta allt saman betur dregur Bella upp „frum[manninn] í tilfinningalífi okkar“ sem er svo eigingjarn að hann vill helst ekki að makinn eigi samskipti við aðra. Okkur er með öðrum orðum ekki eðlislægt að eiga samskipti við fleiri en eina manneskju, maka okkar. Karlar eiga ekki að hafa pláss fyrir meira en eina konu í lífi sínu. Það held ég að sumir lifi einhæfu lífi sem þurfa að haga samskiptum sínum við annað fólk eftir kyni.
Svo toppar Bella allt saman með að vitna í könnun á spjallvef.
Á stráka spjallvef á netinu var spurt hvort strákar og stelpur gætu bara verið vinir og 80% strákanna svöruðu eins:
Það fer eftir því hvernig gellan lítur út!!!Ask a silly question, get a silly answer. Maður veltir því líka fyrir sér hversu margir svöruðu ... voru það jafnmargir og í „vísindalegri“ hommakönnun Margrétar Hugrúnar?)
Svo uppljóstrar Bella því að orðið vinur hafi fleiri en eina merkingu. Hún hefði kannski átt að fletta upp í Íslensku orðabókinni, því hún getur ekki komið með betri skýringu en þá að þeir sem eru vinir eru „að minnsta kosti ekki óvinir“. Takk Bella! Ég er miklu fróðari. Ég get þá upplýst þig um það að í minni orðabók hefur orðið vinur tvær merkingar:
- Kær félagi, nánungi sem maður getur treyst
- Karl sem e-r er í lauslegu ásatarsambandi við
Maður má ekki að vera óvinur barnsfeðra sinna. En „þegar kynferðislegar, (meðvitaðar eða ómeðvitaðar, viðurkenndar eða óviðurkenndar (langanir spila inn í, þá er alltaf eitthvað smá extra í “vinskapnum”. “ (Bella, þú ættir kannski að prófarkarlesa pistlana þína áður en þú birtir þá, þeir eru hálfólesanlegir). Veistu hvað þú ert að tala um? Hvar er samhengið í því að maður eigi að vera vinur barnsfeðra sinna og því að það vakni kynferðislegar tilfinningar? Heldur þú virkilega að öll vinasambönd endi í því að kynferðislegar langanir springi út eins og valmúi á hveitiakri? Á hvaða plánetu býr þú? Ættirðu ekki frekar að skrifa um eitthvað sem þú hefur vit á í stað þess að alhæfa um hluti sem þú hefur greinilega ekki hundsvit á?
Þú átt enga vini sem hafa áður verið kærastar þínir. Hversu marga vini áttu? Þú myndir bara samþykkja það að maðurinn þinn ætti vinkonur svo þú getir haldið í vini þína. Samband sem byggist á svona eigingirni endist ekki lengi.
Rúsínan í pylsuendanum:
Þetta er vandamálið sem við nútímafólk glímum stundum við en hugsið ykkur hippatímabilið þegar allir áttu að vera með öllum. Hreinlega sofa saman á meðan undirniðri kraumuðu komplexarnir. Í dag erum við að glíma við afleiðingar þessara frjálsu ásta sem í raun voru bara afleiðingar af frjálsri fíkniefnaneyslu.
Hvernig í fjandanum tengist þetta því að karlar og konur geti ekki verið „bara“ vinir? Fyrirgefðu, en ég átta mig bara alls ekki á því ...
2010-12-10
Á bleika skýinu
Til hamingju! Bleikt.is - vefur fyrir drottningar er kominn á Netið. Eða ætti maður kannski heldur að senda samúðarkveðjur?
Forsmekkinn af því sem koma skal má sjá í fyrsta pistli Guðnýjar Bjarkar, Nýtt trikk til að ná athygli karlmanna?:
En gleymum ekki Pjattrófunum! Vala og Bella skrifuðu pistla um það hvernig karlmenn eiga að hegða sér þegar kærastan er með flensu og það að karlar og konur geti ekki verið vinir. Ég ætla að tyggja mig í gegn um þá áður en ég sný mér aftur að gallinu úr Hlín Einars.
Forsmekkinn af því sem koma skal má sjá í fyrsta pistli Guðnýjar Bjarkar, Nýtt trikk til að ná athygli karlmanna?:
Andlit konu telst samkvæmt því kvenlegra og meira aðlaðandi þegar það hallast fram á við, þar eð það beinist þá að því sjónarhorni sem karlmaðurinn, sem er yfirleitt hávaxnari, hefur yfir að bjóða.Það verður alla vega úr nógu að moða.
En gleymum ekki Pjattrófunum! Vala og Bella skrifuðu pistla um það hvernig karlmenn eiga að hegða sér þegar kærastan er með flensu og það að karlar og konur geti ekki verið vinir. Ég ætla að tyggja mig í gegn um þá áður en ég sný mér aftur að gallinu úr Hlín Einars.
2010-12-09
Íslenskt jafnrétti
Er þetta jafnréttið sem íslenskar konur aðhyllast? Það vakna að minnsta kosti þrjár spurningar:
Ef ég væri kona hefði ég ekki látið sjá mig þarna. Ef ég hefði verið þarna hefði ég séð til þess að enginn tæki myndir af mér.
- Er nektardans bara bannaður ef dansarinn er kona?
- Af hverju eru andlit karlanna útmáð?
- Hvaða hlutverki höfðu kvenstrippararnir að gegna þarna, öðru en því að réttlæta það að það væru karlstripparar þarna líka?
Ef ég væri kona hefði ég ekki látið sjá mig þarna. Ef ég hefði verið þarna hefði ég séð til þess að enginn tæki myndir af mér.
2010-12-08
Ritskoðun Margrétar Hugrúnar
Það er merkilegt að fylgjast með því hvað Margrét Hugrún Gústavsdóttir á erfitt með að taka til sín gagnrýni. Þegar henni ofbýður hvað margir eru ósammála henni lokar hún fyrir athugasemdir á síðunni sinni. Svo tekur hún út eina þá ógeðfelldustu færslu sem hefur verið skrifuð á íslensku og hefur það að skálkaskjóli að hún eyðileggi karmað (sic!) og þvertekur síðan fyrir að hún hafi verið „sérlega andstyggileg“. Þá get ég vísað í mína ómældu lífsreynslu, því ég hef sjaldan lesið jafnrætinn og ónotalegan texta.
Ekki nóg með það. Hún beitir klassísku tæki, því að gera lítið úr mótmælendum sínum, tæki sem menn hafa notað til þess að kúga konur í gegnum árin. Hún sakar gagnrýnendur sína um að vera með drama og að þeir gaggi í athugasemdakerfinu á síðunni hennar.
Hitt er annað mál að það að afsaka sig fyrir að hafa farið yfir strikið á einum stað og að bera af sér sakir annars staðar þykir mér heldur furðulegt.
Sá/sú sem krefst þess að fólk skrifi athugasemdir undir fullu nafni ætti að skammast sín fyrir að gera það ekki sjálf(ur).
Ekki nóg með það. Hún beitir klassísku tæki, því að gera lítið úr mótmælendum sínum, tæki sem menn hafa notað til þess að kúga konur í gegnum árin. Hún sakar gagnrýnendur sína um að vera með drama og að þeir gaggi í athugasemdakerfinu á síðunni hennar.
Hitt er annað mál að það að afsaka sig fyrir að hafa farið yfir strikið á einum stað og að bera af sér sakir annars staðar þykir mér heldur furðulegt.
Sá/sú sem krefst þess að fólk skrifi athugasemdir undir fullu nafni ætti að skammast sín fyrir að gera það ekki sjálf(ur).
2010-12-04
Hlín Einars fær aðdáendabréf
Hlín Einars fær að eigin sögn ágætis viðbrögð við pistlunum sínum. Það er kannski vegna þess að fólkið sem les pistlana hennar er á sömu bylgjulengd og hún. Við hin, sem slysumst til að lesa þá, og búum kannski ekki á sama rósrauða skýi og Hlín nennum ekki að bregðast við þeim. Fyrr en við fáum nóg.
Hlín birti um daginn lista yfir tíu atriði sem konur þola ekki við karlmenn (hann er ekki nefndur hér, en ef þannig liggur á mér á ég áreiðanlega eftir að rýna í hann líka). Í kjölfarið fékk hún víst nokkur skeyti frá karlmönnum þar sem þeir útlista hvaða þættir í fari kvenna þeim leiðist. Hlín birti eitt þessara tölvuskeyta en virðist ekki hafa áttað sig á því að það var skrifað í gríni. Listinn er engu að síður stórmerkilegur því hann er fullur af fordómum en það sem einkennir hann ef til vill einna mest er að atriðin þurfa ekkert endilega bara að eiga við um konur. Þau eiga flestöll líka við um karla. Tökum dæmi:
Það leynast fleiri gullkorn í listanum, ritarinn virðist til dæmis misskilja fullkomlega hvað jafnréttisbaráttan gengur út á, því „[e]f jafnrétti væri í raun það sem þessar blessuðu konur væru svo ákafar í að berjast fyrir, væru þær að gera meira á þeim sviðum þar sem réttindum karla er einnig ábótavant.“
Ég er kannski svona vitlaus og óupplýstur, en mér finnst réttindum karla ekkert mjög ábótavant, beri maður það saman við bágborin réttindi kvenna. En það væri kannski léttara að mætast á miðri leið ef karlar létu sig málið varða og tækju meiri þátt í umræðunni í stað þess að stimpla alla femínista sem karlahatara.
Hlín birti um daginn lista yfir tíu atriði sem konur þola ekki við karlmenn (hann er ekki nefndur hér, en ef þannig liggur á mér á ég áreiðanlega eftir að rýna í hann líka). Í kjölfarið fékk hún víst nokkur skeyti frá karlmönnum þar sem þeir útlista hvaða þættir í fari kvenna þeim leiðist. Hlín birti eitt þessara tölvuskeyta en virðist ekki hafa áttað sig á því að það var skrifað í gríni. Listinn er engu að síður stórmerkilegur því hann er fullur af fordómum en það sem einkennir hann ef til vill einna mest er að atriðin þurfa ekkert endilega bara að eiga við um konur. Þau eiga flestöll líka við um karla. Tökum dæmi:
Kona sem er of stútfull af alvarleika og getur ekki slegið á létta strengi eða haft húmor fyrir sjálfri sér og lífinu, er kona sem er þegar búin að ákveða að enda sem einmana piparjónka með 15 ketti og sápuóperu í imbanum!Snúum þessu við og veltum því aðeins fyrir okkur hvað liggur að baki orðunum:
Karl sem er stútfullur af alvarleika og getur ekki slegið á létta strengi eða haft húmor fyrir sjálfum sér og lífinu, er karl sem er þegar búinn að ákveða að enda sem einmana piparsveinn með 15 gullfiska og klámmynd í imbanum!Síðasta atriðið á listanum er hreint út sagt stórkostlegt:
„Vopn" kvenna sem oftar en ekki hefur verri afleiðingar fyrir stelpurnar sjálfar en karlmennina. Stundum mætti halda að kona sem beitir þessu, átti sig ekki á því að hún er ekki sú eina í heiminum með leggöng og munn. Að mínu mati er bara ein löggild ástæða fyrir notkun þessa „vopns" og það er þegar karlmaður er vondur við konuna sína (ofbeldi eða framhjáhald). Allar aðrar ástæður eru afsakanir og framlenging á fáfræði. Það er sannað að kynlíf er streitu- og spennulosandi, og af hverju að neita sér (og karlmanninum) um það? Mjög einfalt, kona sem notar þetta „vopn" reglulega getur allt eins kvatt karlinn sinn, því ófullnægður karlmaður er ósáttur karlmaður. Hence, if you don't do it, another woman will! Þetta á einnig við þegar kona er ófullnægð (líkamlega eða sérstaklega andlega) í sambandi, þá skapast árekstrar sem leiða til erfiðleika og hugsanlegra sambandsslita seinna meir.Einmitt! Ef þú ert kona og ert í sambandi við karlmann er eins gott að þú bara fórnir líkama þínum fyrir hann. Veitir honum ótakmarkaðan aðgang að þér. Leyfir honum að nota þig að eigin lyst. Gleymdu sjálfri þér og hleyptu honum inn. Ef þú segir nei, finnur hann sér bara aðra konu. Í mínum heimi kallast þetta nauðgun.
Það leynast fleiri gullkorn í listanum, ritarinn virðist til dæmis misskilja fullkomlega hvað jafnréttisbaráttan gengur út á, því „[e]f jafnrétti væri í raun það sem þessar blessuðu konur væru svo ákafar í að berjast fyrir, væru þær að gera meira á þeim sviðum þar sem réttindum karla er einnig ábótavant.“
Ég er kannski svona vitlaus og óupplýstur, en mér finnst réttindum karla ekkert mjög ábótavant, beri maður það saman við bágborin réttindi kvenna. En það væri kannski léttara að mætast á miðri leið ef karlar létu sig málið varða og tækju meiri þátt í umræðunni í stað þess að stimpla alla femínista sem karlahatara.
2010-12-03
Átrúnaðargoð Margrétar Hugrúnar
Meðan við bíðum eftir næstu greiningu á Hlín, getum við velt fyrir okkur hvað það er sem gerir nasistann Leni Riefenstahl að átrúnaðargoði Margrétar Hugrúnar og hvað það hefur með femínisma að gera ...
Ég á svolítið bágt með að átta mig á tengingunni, en Margrét Hugrún getur vafalaust frætt okkur um það.
Ég á svolítið bágt með að átta mig á tengingunni, en Margrét Hugrún getur vafalaust frætt okkur um það.
2010-12-01
Alfakarlar Hlínar
Hlín Einars þykist hafa doktorsgráðu í lífsreynslu.
Það er nú gott og blessað Hlín að þú hefur svona mikið sjálfsálit. Ég hef samt áhyggjur af því hverskonar karlmenn þú umgengst. Eða nei annars, mér er skítsama hvaða karlmenn þú þekkir!
En mér er ekki sama um klisjufangelsin sem þú treður mér í.
Þegar ég les pistlana þína finn ég ekki fyrir því að þú sért mjög lífsreynd. Þú gætir þess vegna verið nýbúin í samræmdu prófunum því margt af því sem þú skrifar um á betur heima í lífi táningsstelpu en fullorðinnar manneskju. Í haust hefur þú birt hina ýmsu pistla um karlmenn og samskipti kynjanna sem gefa ekki bara falska mynd af karlmönnum, karlmenn eru hálfvitar sem hafa ekki áhuga á neinu öðru en kynlífi og þeir eru tilbúnir til þess að fórna öllu bara þeir fái að riðlast á þér stundarkorn, heldur á kvenímyndin sem þú dásamar svo ótrúlega mikið meira sameiginlegt með persónu úr Rauðu ástarsögunum en þeim femínista sem þú þykist vera.
Pistlarnir eru margir, svo margir að maður verður máttlaus af tilhugsuninni einni saman. Frá því um miðjan október hafa birst að minnsta kosti átta pistlar sem hafa fengið hárin til að rísa á bringu mér (þeir eru fleiri, en ég treysti mér ekki til að lesa þá, mér verður svo óglatt).
1. Um alfa- og betakalla
2. 15 hlutir sem karlmenn þola ekki við konur
3. Leyndarmál karlmanna
4. Bólfimi karla: Við hvað vinnur maðurinn þinn?
5. 7 náungar sem ber að varast
6. Hlutir sem má aldrei, aldrei, ALDREI segja í rúminu
7. Aldrei minnast á þetta við kærastann/kærustuna
8. Orðabók íslenska karlmannsins
Á næstu dögum ætla ég að fara í gegn um hvern og einn af þessum átta pistlum. Ég ætla að byrja á þessum um alfa- og betakarlana. Hann er nefnilega svo stórkostlega vel skrifaður að það ætti að tilnefna þig til Bókmenntaverðlauna Langtburtistan fyrir hann.
1. Um alfa- og betakalla
Þú þykist vera búin að greina karlmenn í tvo hópa. Alfakarlar eru karlar sem kunna ákveðin karlmennskubrögð, betakarlar eru aumingjar sem geta ekki svarað fyrir sig og láta konuna sína ráðskast með sig. Þú segir karlmennsku vera á undanhaldi. Það sorglega er að þú virðist ekki átta þig á því að karlmennska snýst um eitthvað allt annað en það sem þú heldur að hún snúist um. Þú vilt að karlmaðurinn sjái um ákveðna hluti, en við fáum samt aldrei að vita hvaða hluti, aðra en að karlmenn eigi að hafa frumkvæði í samskiptum við hitt kynið ... meira hlutverkið það, maður!
Þú tönnlast á að það séu „ákveðin atriði sem ég tel að „eigi“ að vera á einhvern tiltekinn hátt.“ Þú telur að „ákveðnir eðlisþættir séu innbyggðir í karlkynið og kvenkynið, og þeir hafi ruglast með baráttu konunnar fyrir auknum réttindum.“ Og hvað er það sem hefur ruglast? Jú. Karlinn er ekki lengur „veiðimaðurinn“ og konan er ekki lengur „bráðin“ eitthvað sem á að hafa verið „innbyggt í okkur, erfðafræðilega, og sama hversu sterkar við konur verðum og sama hvað allri kvennabaráttu líður, þá er þetta svona frá náttúrunnar hendi. Sorrý - við getum ekki breytt því.“
Karlmenn hafa með öðrum orðum ruglast svo rosalega í rýminu að þeir eru búnir að týna karlmennskunni í sjálfum sér. Takk fyrir og góða nótt! Heyrirðu ekki vitleysuna í sjálfri þér?
Aukið jafnrétti kynjanna hefur fokkað upp (afsakið orðalagið) ákveðnum eðlisþáttum sem þú telur innbygða í karlkynið. Áttu við að það sé mér minna eðlislægt að elda mat ofan í börnin mín, þrífa heimilið, strauja þvottinn, koma börnunum í háttinn, sækja þau í skólann en það að kaupa bensín á bílinn, fara með bílinn í skoðun, horfa á sjónvarpið meðan konan mín setur í þvottavélina eða eldar matinn? Er ég minni karlmaður af því að ég sé um það að elda matinn heima 300 daga ársins? Er ég minni karlmaður af því að ég er heima með börnunum mínum þegar þau eru veik? Er ég minni karlmaður af því að mér finnst það bara allt í lagi að konan mín sé með hærri laun en ég? Ég get líka upplýst þig um það að það var konan mín sem flekaði mig og mér finnst ég bara ekkert minni karlmaður fyrir vikið.
Svo kemur uppáhaldskaflinn minn í pistlinum:
Þér finnst fátt „kynþokkafyllra eða meira heillandi en sjálfsöruggir menn“. Þá get ég sagt þér að mér finnst fátt kynþokkafyllra og meira heillandi en sjálfsöruggar konur!
Þú segir að konur „fíl[i] þetta sjálfsöryggi“ að „það veit[i] þeim öryggiskennd“ Sjálfsöryggi karla leyfir konum að vera „kvenlegar og finna fyrir kynverunni í sér. Þegar karlmann skortir sjálfsöryggi fer konan í það ástand að „passa hann“ og klappa honum á kinnina og segja honum að þetta verði nú allt í lagi. Svolítill mömmufílingur...og það er ekkert sexý við það.“
Skilurðu sjálf það sem þú skrifar? Gerirðu þér grein fyrir kvenfyrirlitningunni í eigin orðum? Konur eru ekki kvenlegar og finna ekki fyrir kynverunni í sér nema þær hafi sterkan og sjálfsöruggan karlmann sér við hlið. Þú ert svo mótsagnakennd að það hálfa væri yfirdrifið.
Þú ert eflaust sterk og sjálfstæð. Þú getur örugglega gert allt sjálf, staðið í þrasi í bankanum, svarað dónalegu fólki, reddað stífluðu klósetti eða skipt um dekk. Gott fyrir þig. Mér gæti ekki verið meira sama.
Það er nú gott og blessað Hlín að þú hefur svona mikið sjálfsálit. Ég hef samt áhyggjur af því hverskonar karlmenn þú umgengst. Eða nei annars, mér er skítsama hvaða karlmenn þú þekkir!
En mér er ekki sama um klisjufangelsin sem þú treður mér í.
Þegar ég les pistlana þína finn ég ekki fyrir því að þú sért mjög lífsreynd. Þú gætir þess vegna verið nýbúin í samræmdu prófunum því margt af því sem þú skrifar um á betur heima í lífi táningsstelpu en fullorðinnar manneskju. Í haust hefur þú birt hina ýmsu pistla um karlmenn og samskipti kynjanna sem gefa ekki bara falska mynd af karlmönnum, karlmenn eru hálfvitar sem hafa ekki áhuga á neinu öðru en kynlífi og þeir eru tilbúnir til þess að fórna öllu bara þeir fái að riðlast á þér stundarkorn, heldur á kvenímyndin sem þú dásamar svo ótrúlega mikið meira sameiginlegt með persónu úr Rauðu ástarsögunum en þeim femínista sem þú þykist vera.
Pistlarnir eru margir, svo margir að maður verður máttlaus af tilhugsuninni einni saman. Frá því um miðjan október hafa birst að minnsta kosti átta pistlar sem hafa fengið hárin til að rísa á bringu mér (þeir eru fleiri, en ég treysti mér ekki til að lesa þá, mér verður svo óglatt).
1. Um alfa- og betakalla
2. 15 hlutir sem karlmenn þola ekki við konur
3. Leyndarmál karlmanna
4. Bólfimi karla: Við hvað vinnur maðurinn þinn?
5. 7 náungar sem ber að varast
6. Hlutir sem má aldrei, aldrei, ALDREI segja í rúminu
7. Aldrei minnast á þetta við kærastann/kærustuna
8. Orðabók íslenska karlmannsins
Á næstu dögum ætla ég að fara í gegn um hvern og einn af þessum átta pistlum. Ég ætla að byrja á þessum um alfa- og betakarlana. Hann er nefnilega svo stórkostlega vel skrifaður að það ætti að tilnefna þig til Bókmenntaverðlauna Langtburtistan fyrir hann.
1. Um alfa- og betakalla
Þú þykist vera búin að greina karlmenn í tvo hópa. Alfakarlar eru karlar sem kunna ákveðin karlmennskubrögð, betakarlar eru aumingjar sem geta ekki svarað fyrir sig og láta konuna sína ráðskast með sig. Þú segir karlmennsku vera á undanhaldi. Það sorglega er að þú virðist ekki átta þig á því að karlmennska snýst um eitthvað allt annað en það sem þú heldur að hún snúist um. Þú vilt að karlmaðurinn sjái um ákveðna hluti, en við fáum samt aldrei að vita hvaða hluti, aðra en að karlmenn eigi að hafa frumkvæði í samskiptum við hitt kynið ... meira hlutverkið það, maður!
Þú tönnlast á að það séu „ákveðin atriði sem ég tel að „eigi“ að vera á einhvern tiltekinn hátt.“ Þú telur að „ákveðnir eðlisþættir séu innbyggðir í karlkynið og kvenkynið, og þeir hafi ruglast með baráttu konunnar fyrir auknum réttindum.“ Og hvað er það sem hefur ruglast? Jú. Karlinn er ekki lengur „veiðimaðurinn“ og konan er ekki lengur „bráðin“ eitthvað sem á að hafa verið „innbyggt í okkur, erfðafræðilega, og sama hversu sterkar við konur verðum og sama hvað allri kvennabaráttu líður, þá er þetta svona frá náttúrunnar hendi. Sorrý - við getum ekki breytt því.“
Karlmenn hafa með öðrum orðum ruglast svo rosalega í rýminu að þeir eru búnir að týna karlmennskunni í sjálfum sér. Takk fyrir og góða nótt! Heyrirðu ekki vitleysuna í sjálfri þér?
Aukið jafnrétti kynjanna hefur fokkað upp (afsakið orðalagið) ákveðnum eðlisþáttum sem þú telur innbygða í karlkynið. Áttu við að það sé mér minna eðlislægt að elda mat ofan í börnin mín, þrífa heimilið, strauja þvottinn, koma börnunum í háttinn, sækja þau í skólann en það að kaupa bensín á bílinn, fara með bílinn í skoðun, horfa á sjónvarpið meðan konan mín setur í þvottavélina eða eldar matinn? Er ég minni karlmaður af því að ég sé um það að elda matinn heima 300 daga ársins? Er ég minni karlmaður af því að ég er heima með börnunum mínum þegar þau eru veik? Er ég minni karlmaður af því að mér finnst það bara allt í lagi að konan mín sé með hærri laun en ég? Ég get líka upplýst þig um það að það var konan mín sem flekaði mig og mér finnst ég bara ekkert minni karlmaður fyrir vikið.
Svo kemur uppáhaldskaflinn minn í pistlinum:
Ef konan tekur þetta að sér og sér alfarið um það, er hætt við að karlinn leggist með fæturna upp í loft og slappi af. Auðveldur leikur fyrir hann og ekkert challenge. Ef konurnar láta karlana sjá um þennan þátt er áhuginn alveg á hreinu. Ef karlinn hefur áhuga þá mun hann hafa samband. Ef konan sér um þetta er hætt við að hann glati virðingunni fyrir henni. Plús það, ef konan ræður yfir karlinum eða öllu í sambandinu glatar hún líka virðingun[ni (leiðrétting mín)] fyrir honumHvaða karlmenn talaðir þú eiginlega við til að komast að þessu? Hvaða jafnrétti aðhyllist þú eiginlega? Samskipti hverra byggjast á svona reglum? Persónulega myndi ég ekki vilja vera í sambandi þar sem konan tæki aldrei frumkvæði og ég efast um að nokkur heilbrigð kona vilji vera í sambandi við mann sem hún megi ekki eiga frumkvæði að samskiptum við. Í þínum heimi er konan passív, í aukahlutverki og karlinn aktívur, í aðalhlutverki.
Þér finnst fátt „kynþokkafyllra eða meira heillandi en sjálfsöruggir menn“. Þá get ég sagt þér að mér finnst fátt kynþokkafyllra og meira heillandi en sjálfsöruggar konur!
Þú segir að konur „fíl[i] þetta sjálfsöryggi“ að „það veit[i] þeim öryggiskennd“ Sjálfsöryggi karla leyfir konum að vera „kvenlegar og finna fyrir kynverunni í sér. Þegar karlmann skortir sjálfsöryggi fer konan í það ástand að „passa hann“ og klappa honum á kinnina og segja honum að þetta verði nú allt í lagi. Svolítill mömmufílingur...og það er ekkert sexý við það.“
Skilurðu sjálf það sem þú skrifar? Gerirðu þér grein fyrir kvenfyrirlitningunni í eigin orðum? Konur eru ekki kvenlegar og finna ekki fyrir kynverunni í sér nema þær hafi sterkan og sjálfsöruggan karlmann sér við hlið. Þú ert svo mótsagnakennd að það hálfa væri yfirdrifið.
Þú ert eflaust sterk og sjálfstæð. Þú getur örugglega gert allt sjálf, staðið í þrasi í bankanum, svarað dónalegu fólki, reddað stífluðu klósetti eða skipt um dekk. Gott fyrir þig. Mér gæti ekki verið meira sama.
2010-11-30
Sigurbjörn verður til
Mér hefur lengi blöskrað það sem Pjattrófurnar og Hlín Einars skrifa um karlmenn. Það virðist sem þær þekki bara eina tegund karla, aumingja.
Nú hefst greining og gagnrýni á skrifum Pjattrófna, Hlínar Einars og Margrétar Hugrúnar!
Það byrjar vel! Ég þurfti ekki að skrifa meira en eina athugasemd á blogg Margrétar Hugrúnar (sem er ein af pjattrófunum) áður en mér var vísað á dyr.
Þetta var greinilega nóg til þess að Margrét Hugrún komst í ritstjórnargírinn. Það má nefnilega ekki hver sem er segja hvað sem er á blogginu hennar. Næsta athugasemd birtist nefnilega aldrei:
Samt sem áður lét Margrét Hugrún það eftir sér að svara:
Það sem er furðulegast við bloggið hennar Margrétar Hugrúnar er að hún virðist ekki geta tekið gagnrýni en í staðinn fyrir að svara málefnalega fyrir sig þarf hún að ráðast persónulega á manneskju sem hefur gert grín að henni (http://tiskublogg.blogspot.com). Þegar henni er bent á að hún fer yfir strikið breytir hún færslunni og þvertekur fyrir að hafa verið með skæting.
Mér ofbauð og í von um að það dugði að skrifa undir fullu nafni, skrifaði ég þetta (þó ekki undir réttu nafni, en hvað með það, netfangið var rétt).
Þetta er upphafið á langri leið í gegnum þrjú blogg sem eru skrifuð af konum sem vilja kalla sig femínista, en eru eitthvað allt annað.
Nú hefst greining og gagnrýni á skrifum Pjattrófna, Hlínar Einars og Margrétar Hugrúnar!
Það byrjar vel! Ég þurfti ekki að skrifa meira en eina athugasemd á blogg Margrétar Hugrúnar (sem er ein af pjattrófunum) áður en mér var vísað á dyr.
Þetta var greinilega nóg til þess að Margrét Hugrún komst í ritstjórnargírinn. Það má nefnilega ekki hver sem er segja hvað sem er á blogginu hennar. Næsta athugasemd birtist nefnilega aldrei:
Samt sem áður lét Margrét Hugrún það eftir sér að svara:
Það sem er furðulegast við bloggið hennar Margrétar Hugrúnar er að hún virðist ekki geta tekið gagnrýni en í staðinn fyrir að svara málefnalega fyrir sig þarf hún að ráðast persónulega á manneskju sem hefur gert grín að henni (http://tiskublogg.blogspot.com). Þegar henni er bent á að hún fer yfir strikið breytir hún færslunni og þvertekur fyrir að hafa verið með skæting.
Mér ofbauð og í von um að það dugði að skrifa undir fullu nafni, skrifaði ég þetta (þó ekki undir réttu nafni, en hvað með það, netfangið var rétt).
Þetta er upphafið á langri leið í gegnum þrjú blogg sem eru skrifuð af konum sem vilja kalla sig femínista, en eru eitthvað allt annað.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)