Mér hefur lengi blöskrað það sem Pjattrófurnar og Hlín Einars skrifa um karlmenn. Það virðist sem þær þekki bara eina tegund karla, aumingja.
Nú hefst greining og gagnrýni á skrifum Pjattrófna, Hlínar Einars og Margrétar Hugrúnar!
Það byrjar vel! Ég þurfti ekki að skrifa meira en eina athugasemd á blogg Margrétar Hugrúnar (sem er ein af pjattrófunum) áður en mér var vísað á dyr.
Þetta var greinilega nóg til þess að Margrét Hugrún komst í ritstjórnargírinn. Það má nefnilega ekki hver sem er segja hvað sem er á blogginu hennar. Næsta athugasemd birtist nefnilega aldrei:
Samt sem áður lét Margrét Hugrún það eftir sér að svara:
Það sem er furðulegast við bloggið hennar Margrétar Hugrúnar er að hún virðist ekki geta tekið gagnrýni en í staðinn fyrir að svara málefnalega fyrir sig þarf hún að ráðast persónulega á manneskju sem hefur gert grín að henni (http://tiskublogg.blogspot.com). Þegar henni er bent á að hún fer yfir strikið breytir hún færslunni og þvertekur fyrir að hafa verið með skæting.
Mér ofbauð og í von um að það dugði að skrifa undir fullu nafni, skrifaði ég þetta (þó ekki undir réttu nafni, en hvað með það, netfangið var rétt).
Þetta er upphafið á langri leið í gegnum þrjú blogg sem eru skrifuð af konum sem vilja kalla sig femínista, en eru eitthvað allt annað.