2010-11-30

Sigurbjörn verður til

Mér hefur lengi blöskrað það sem Pjattrófurnar og Hlín Einars skrifa um karlmenn. Það virðist sem þær þekki bara eina tegund karla, aumingja.

Nú hefst greining og gagnrýni á skrifum Pjattrófna, Hlínar Einars og Margrétar Hugrúnar!

Það byrjar vel! Ég þurfti ekki að skrifa meira en eina athugasemd á blogg Margrétar Hugrúnar (sem er ein af pjattrófunum) áður en mér var vísað á dyr.


Þetta var greinilega nóg til þess að Margrét Hugrún komst í ritstjórnargírinn. Það má nefnilega ekki hver sem er segja hvað sem er á blogginu hennar. Næsta athugasemd birtist nefnilega aldrei:

Samt sem áður lét Margrét Hugrún það eftir sér að svara:


Það sem er furðulegast við bloggið hennar Margrétar Hugrúnar er að hún virðist ekki geta tekið gagnrýni en í staðinn fyrir að svara málefnalega fyrir sig þarf hún að ráðast persónulega á manneskju sem hefur gert grín að henni (http://tiskublogg.blogspot.com). Þegar henni er bent á að hún fer yfir strikið breytir hún færslunni og þvertekur fyrir að hafa verið með skæting.

Mér ofbauð og í von um að það dugði að skrifa undir fullu nafni, skrifaði ég þetta (þó ekki undir réttu nafni, en hvað með það, netfangið var rétt).

Þetta er upphafið á langri leið í gegnum þrjú blogg sem eru skrifuð af konum sem vilja kalla sig femínista, en eru eitthvað allt annað.