2011-01-20

Tobba Marinós er viskustykki

Það ku vera í tísku meðal blaðurbloggara þessa dagana að áta sig sem femínista en þegar konur sem vinna við það að viðhalda stöðluðum ímyndum um kynin og útlit kvenna segjast vera femínistar er eitthvað alvarlegt að. Þá fyrst trúi ég ekki einu einasta orði af því sem fylgir.*

Það má þó segja að skrattinn hafi fyrst hitt ömmu sína þegar meira að segja Tobba þykist vera femínisti. En samt getur hún eigilega ekki verið femínisti af því að henni finnst vera búið að eyðileggja orðið. Þá vil ég benda henni á að lesa ágætis pistil um meinta gjaldfellingu orðsins femínisti. Hún gæti vonandi vitkast eitthvað aðeins.

Við vitum öll að nú á dögum eru femínistar konur sem þyrftu helst að láta ríða sér almennilega svo þær byrji að hugsa skýrt. En það er ekki eins og það sé nóg því í heimi Tobbu eru femínistar ekki bara kynsveltir (það er kannski það sem hann átti við með orðinu „kynþroskaheft“, það var bara ekki nógu stórt og „stært“), þeir eru líka bitrir og kafloðnir. Jújú, það er náttúrlega alveg ótrúlegt að þær skuli ekki snyrta sig aðeins að neðan, greyin. Að ekki sé minnst á fótleggina og handarkrikana ... Umræðan er á svo háu plani að maður veit varla lengur hvað maður heitir.

Viljum við virkilega hafa þetta svona? Skiptir það virkilega mestu máli hvort fólk noti háreyðingarkrem eða fari í vax, hvort píkan sé snoðuð eða loðin? Hefur það virkilega eitthvað með það að gera hvernig manneskjan hugsar eða hvaða skoðanir hún hefur? Ef Tobba hefur einhvern tíma ætlast til þess að vera tekin alvarlega mistekst henni svo allillilega að það hálfa væri nóg.

Tobba fer yfir víðan völl en það er samt eins og hún geti ekki annað en afsakað sig fyrir það hvernig hún lítur út. Maður fær á tilfinninguna að innst inni langi hana bara að hætta að sminka sig og leyfa líkamshárunum að vaxa. Nema hvað ... Tobba er femínisti jafnvel þótt hún sitji þarna í háhæluðum skóm, með bleikt gloss og „hálsmál sem staðfesti nokkuð greinilega tilvist tvíburasystranna framan á“ sér (ég er ekki með brjóst, en mér sýnast konurnar sem ég hef samskipti við ekkert þurfa neitt hálsmál til þess að maður taki eftir brjóstunum á þeim, ef það eru þá brjóstin sem maður hefur áhuga á, í stað þess sem þær segja. Tobba, brjóstin tala ekki ...). Tobba getur sem sagt ekki látið sér detta neitt annað í hug en að setja (aftur) samasemmerki á milli útlits og skoðana. Ef þú hugsar um útlitið geturðu ekki verið femínisti. Ef þú ert femínisti hugsarðu ekki um útlitið. Í heimi Tobbu eru bara tveir andstæðir pólar, allt þar á milli hætti að vera til þegar Tobba hætti að borða serjós:
  • Harður femínisti - kona sem þráir að læra að baka marglitar múffur og bródera
  • Hin fullkomna móðir - Ásdís Rán
Tobba er lipstick femínisti. Hún vill berjast gegn því að konur þurfi að taka að sér störf sem eru svokölluð karlastörf gegn vilja sínum. Það er, að hennar mati, „valdbeiting og allt það sem femínismi stendur gegn“. Síðan hvenær snérist femínismi um það að neyða konur til að taka að sér störf gegn vilja sínum? Og hvað ætli Tobba geti fundið mörg dæmi þess að konur hafi verið neyddar til að taka að sér starf í stað karls sem hefur áhuga á sama starfi? Hvernig tengist það umræðunni um aukið jafnrétti kynjanna? Ég hef kannski misskilið eitthvað í pistlinum hennar Tobbu en ég á bara í mjög miklum erfiðleikum með að átta mig á því hvað hún er að reyna að segja. Maður veltir því fyrir sér hvaða ógurlegu kvenrembur hún hafi eiginlega komist í tæri við, fyrst hún er orðin svona bitur?

Tobba heldur að jafnréttisbaráttan gangi út á það að neyða konur til þess að vera þar sem þær vilja ekki vera. Þess vegna er hún ekki femínisti.

Tobba heldur að jafnréttisbaráttan gangi út á það að neyða konur til þess að líta öðruvísi út en þær vilja innst inni, femínistar eru ekki gordjöss. Þess vegna er hún ekki femínisti.

Tobba heldur að femínistar vilji gera lítið úr draumum annarra svo þeir passi betur inn í tölfræðina. Þess vegna er hún ekki femínisti.

Og hvað er þetta annað en fordómar og fáviska?
Annars er verið að ala upp fleiri Georga Bjarnfreðarsyni (með allan þann samfélagslega kostnað sem svoleiðs nöttkeisi fylgir) sem eru sýrðir í hausnum af ofurfemínískum pælingum mæðra sinna sem er þrýst upp á börnin. Hér er ég að tala um öfga sem eru því miður fáanlegir í öllum deildum og skemma fyrir öllum hinum. Það man engin eftir venjulega femínistanum sem lúkkaði nokkuð sane. Það muna hinsvegar allir eftir þessari klikkuðu.
Tobba rembist eins og rjúpan við staurinn að viðhalda stöðluðum og brengluðum kynjaímyndum. Með fordómum sínum vill hún neyða fólk í fyrirfram skilgreinda bása merktum útliti og áhugamálum. Hún er enginn femínisti. Hún er lítið annað en blautt og skítugt viskustykki.


* Ég kýs að nota orðið femínisti, en ef það fer fyrir brjóstið á einhverjum, má sá hinn sami bara skipta því út fyrir jafnréttissinnuð eða eitthvað annað orð að eigin vali, það kemur út á eitt. Ég nenni bara ekki að velta mér upp úr svoleiðis smámunum. Þegar öllu er á botninn hvolft er markmiðið með jafnréttisbaráttu og femínisma það sama.

5 ummæli:

Unknown sagði...

Góður pistill, mjög sammála. Er reyndar ágætlega sátt við að hún vilji ekki kalla sig feminista, það er nógu erfitt að láta taka sig alvarlega þegar maður er yfirlýstur feministi en að hafa fígúru eins og Tobbu að kalla sig feminista...þá væri nú ómögulegt að láta taka mark á sér...

Súsanna sagði...

Ég hló upphátt mörgum sinnum. Takk fyrir þína æðislegu pistla.

Nafnlaus sagði...

Amen bróðir.

Lára

Kristín í París sagði...

Heyr heyr!

Nafnlaus sagði...

Eina sem tobba hefur gert er að vinna við fjölmiðla og þar að leiðandi fengið einhverjar vinsældir vegna skemmtileg viðhorfs. Hún hefur gaman af lífinu og tekur sig ekki of alvarlega sem er einhvað sem íslendingar ættu að fagna staðinn fyrir að úthúða henni á netinu. Afhverju ertu að reyna skilgreina hana ? Tobba er bara Tobba og þarf ekkert að flækja það með femenístavæli. Íslendingar eru byrjaði að leggja í einelti og er það þjóðinni til skammar.