2011-02-26

Yfirlýsing

Bara til að hafa það á hreinu, þá fjalla sjö af átján færslum sem ég hef skrifað hér um Margréti Hugrúnu Gústavsdóttur eða Pjattrófurnar. Það er innan við 40%. Meira en 60% af því sem ég hef skrifað fjallar þar af leiðandi um eitthvað annað, til dæmis Hlín Einars, bleikt.is, Öðlingspistla, Tobbu Marinós, og svo fram eftir götunum. Þar að auki hafa pistlarnir þar sem annað hvort Margrét Hugrún eða Pjattrófurnar eru nefndar, fjallað um ýmisleg önnur brýn málefni sem hún og stöllur hennar mættu alveg velta aðeins fyrir sér áður en þær hlaupa upp til handa og fóta.

Ef Margrét Hugrún heldur að ég sé einhver „net-eltihrellir“ eða að ég hafi Pjattrófurnar eitthvað meira á heilanum en einhver annar, hefur hún misskilið tilganginn með þessari síðu fullkomlega.

Í staðinn fyrir að hóta fólki líkamsmeiðingum ætti hún kannski heldur að taka til sín þá gagnrýni sem er beint til hennar og svara málefnalega (sem ég hef enga trú á að hún hafi hæfileika til að gera, því miður).

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hótaði hún þér líkamsmeiðingum? Það færist sífellt meira fjör í leikinn! Ég er farin að halda að MHG hafi verið forrituð á 6. áratugunum af hópi misgáfaðra, karlkyns- vísindamanna. Hin „gömlu góðu gildi“ lifa allavegana góðu lífi í skrifum hennar.

Sigurbjörn sagði...

Ég get ekki túlkað það öðruvísi, en það myndi víst brjóta í bága við persónuvernd að birta þær upplýsingar sem ég hef undir höndum hér.