[Bæklingurinn] er gefinn út á íslensku, ensku, pólsku, spænsku, thaílensku, rússnesku og arabísku. Í honum má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi íslenskt samfélag og réttarkerfi. Upplýsingar um jafnrétti kynjanna, dvalarleyfi, hjónabönd, skilnað, forsjármál, umgengnismál, fjármál, ofbeldi í nánum samböndum og hótanir. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð, svo sem símanúmer, heimilisföng og heimasíður ýmissa stofnanna og félagasamtaka.Einhver benti á að aðgengi erlendra kvenna að bæklingnum væri takmarkaður, þar sem þeim væri í mörgum tilfellum meinað að fara út úr húsi. Það er eflaust eitthvað til í því, en ég efast um að það eigi við í því tilviki sem ég ætla að tjá mig um hér.
Samkvæmt 4. lið 28. greinar V. kafla Hjúskaparlaga getur annað hjóna krafist ógildingar hjúskapar síns ef það hefur verið neytt til vígslunnar.
Priyönku Thapa hefur verið synjað um landvistarleyfi á Íslandi þrátt fyrir það að hún eigi það á hættu að vera neydd í hjónaband snúi hún til heimalands síns, Nepals.
Útlendingastofnun setur hefðir heimalands hennar ofar íslenskum og virðist telja að það sé allt í lagi að neyða konur í hjónaband.
Nýlega sagði sænska dagblaðið Dagens Nyheter frá því að sænska stofnunin sem fer með svipað hlutverk og Útlendingastofun (Migrationsverket) mælti með hertum lögum gegn nauðungarhjónaböndum og hjónaböndum barna.
Í ritgerð til embættisprófs í lögfræði við Háskólann í Lundi, Svíþjóð skrifar Sara Willhager m.a. (lausleg þýðing mín fyrir neðan)
I flera internationella instrument fastställs att det är en mänsklig rättighet att själv få bestämma över äktenskapets ingående och att äktenskap därför endast får ingås med båda parters fria och fulla samtycke [...] Skyddet mot barn- och tvångsäktenskap utgörs idag också av att utländska barn- och tvångsäktenskap som huvudregel inte erkänns och att hindersprövning alltid ska se enligt svensk lag vid ingående av äktenskap inför svensk myndighet vilket innebär att 18 årsgränsen gäller föra alla oberoende av medborgarskap [...] Tidigare visades relativt stor hänsyn till främmande kulturers syn på äktenskapet och dess ingående men idag har lagstiftaren tydligt markerat att de enskildas mänskliga rättigheter kommer främst.Það er fest í fleiri alþjóðlega samninga að það eru mannréttindi að fá að ráða sjálf(ur) yfir því hvort maður gangi í hjónaband og að til hjónabands sé því einungis hægt að stofna með fríu og frjálsu samþykki beggja aðila [...] Vörnin gegn barna- og nauðungarhjónabandi felst nú á dögum líka í því að útlensk barna- og nauðungarhjónabönd eru að jafnaði ekki samþykkt og að könnunarvottorð skuli gefið út samkvæmt sænskum lögum við stofnun hjónabands fyrir sænskum yfirvöldum sem þýðir að 18-ára aldurstakmarkið gildir fyrir alla óháð ríkisfangi [...] Áður fyrr sýndu yfirvöld mikla tillitsemi til sýnar framandi menningarheima á hjónabandið og það að ganga í hjónaband en nú hefur löggjafarvaldið sýnt það greinilega að mannréttindi einstaklingsins eru í fyrirrúmi.
Það er sem sagt stór munur á því hvaða augum íslensk stjórnvöld og sænsk líta nauðungarhjónaband. Þess vegna sendi ég tölvuskeyti til Útlendingastofnunar, með afriti til innanríkisráðherra, forsætisráðherra, Forseta Íslands, Umboðsmanns Alþingis, forseta Alþingis, forseta allsherjarnefndar, Jafnréttisstofu og Amnesty International á Íslandi þar sem ég bið um greinargerð á því hvaða skilyrði fólk þurfi að uppfylla til að fá landvistarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og hvort Útlendingastofnun líti á nauðungarhjónaband sem mannúðlega aðferð við að stofna hjónaband og ef það sé raunin, hver ástæðan sé fyrir ólíkum sjónarmiðum íslenskra og sænskra stjórnvalda.
3 ummæli:
Frábært, Sigurbjörn, ánægð með þig!
Mæl þú manna heilastur, ég var stúmm þegar ég las fréttina í dag, og ákvað að bíða fram yfir þennan helv. gabbdag þar sem maður veit aldrei, í veikri von um að þarna færi hinn alkunni og yfirdrifið góði húmor útlendingastofnunar hamförum. Bara smáatriði, það er ekki „mótsvarar“, heldur „samsvarar“.
Takk! Breyti þessu þegar ég er almennilega vaknaður ... þetta er náttúrlega heldur sænskuskotið og hjákátlegt ...
Skrifa ummæli