2011-03-28

Vaðið í bótum

Forstöðustýru Jafnréttisstofu finnst sérkennilegt að fólk fresti ekki barneignum í kreppunni. Hún lætur ennfremur hafa eftir sér að hún telji að einstæðar mæður eignist fleiri börn til að fá hærri bætur úr ríkiskassanum.
Kristín segir að leiða megi líkur að því að hluti einstæðra kvenna eignist börn til að fá hærri framfærslustyrk. Það sé eitthvað sem þyrfti að skoða mjög rækilega. Það sé auðvitað hugsanlegt. Einstæðar mæður fái fæðingarorlof í sex mánuði og margar þeirra með það lág laun að þær verði kannski ekki fyrir jafn mikilli skerðingu eins og ýmsir aðrir.
Mér finnst sérkennilegt að Kristín Ástgeirsdóttir berjist ekki frekar fyrir því að fleiri karlar fari í feðraorlof (pdf-skjal) í stað þess að ala á fordómum um einstæðar mæður.

ES. Fyrsta athugasemdin vakti mig til umhugsunar og ég ákvað að skipta orðunum fara með rökleysur um illan ásetning einstæðra mæðra út fyrir: ala á fordómum um einstæðar mæður. Mér þykir það lýsa skoðunum mínum betur, þótt ég standi við það að mér finnist það sem er haft eftir henni vera rökleysa.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Af hverju er þetta rökleysa?

Sigurbjörn sagði...

Af því að það er gert ráð fyrir því að allir sem þiggja bætur séu vísvitandi að svindla á kerfinu.

Konur hafa líka verið sakaðar um að eignast börn til að fá fríar tannlækningar, stúdentar hafa verið sakaðir um að eignast börn til að fá hærri námslán, o.s.frv.

Sá/sú sem heldur því fram að fólk eiginst börn til að fá hærri framfærslustyrk verður að sýna fram á það að framfærslustyrkurinn aukist það mikið að það borgi sig að eignast barnið. Meðlag með einu barni eru rúmar 21 000 krónur á mánuði. Mig grunar nú að það kosti meira að framfæra einu barni en það.

Nafnlaus sagði...

Hún baðst afsökunar, mættu fleiri taka hana til fyrirmyndar í því.

Sigurbjörn sagði...

Já, það eru orð að sönnu!

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/framkvaemdastyra-jafnrettisstofu-bidst-afsokunar---hvad-aettu-einstaedar-maedur-ad-misnota