Sprengjan féll í gærkvöldi og springur vonandi í dag.
Fréttatíminn er nefnilega kominn út og á blaðsíðu 31 er grein sem tuttugu og sjö manns skrifa undir, karlar og konur, áhugafólk um bókmenntir og jafnrétti.
Meðal þeirra sem skrifa undir skjalið er Sigurbjörn (eða alter egó Sigurbjarnar öllu heldur). Greinin fjallar um kynjabundið misrétti í þættinum Kiljunni sem RÚV sendir út og eru viðbrögð við dræmum undirtektum sem við sem höfum skrifast á við Egil Helgason höfum fengið.
Það er hægt að ná allan Fréttatímann hér og PDF-útskrift af bréfinu er hér.
Stuðboltakveðjur!
ES. Egill Helgason heldur að hann svari greininni þegar hann skrifar „um kynjahlutföll í bókmenntaheiminum“. Enn á ný sýnir hann að hann skilur hreinlega ekki hvað við erum að fara fram á. Við erum ekki að tala um kynjahlutföllin í bókmenntaheiminum. Við erum að tala um kynjahlutföllin í Kiljunni. Við erum að tala um að karlar fá meiri umfjöllun en konur.
En í alvöru talað, Egill. Áttu við að Gerður Kristný hefði bara átt að halda kjafti og vera þakklát fyrir að hafa fengið jafnmikla umfjöllun í Kiljunni?
Svo má nú bæta því við að í hópi þeirra fimm „Nýhílista“ (mér skilst að sé búið að leysa þann félagsskap upp) sem skrifa undir greinina eru hvorki meira né minna en þrjár konur.
Þar að auki fer hann með rangt mál í þessu blessaða bloggi sínu, en ég ætla að leyfa öðrum að tjá sig um það.
Svar Egils sýnir og sannar að hann hefur engan áhuga á því að hlusta á skoðanir annars fólks, hvað þá taka til sín réttmæta gagnrýni.
1 ummæli:
Hugleiðingar okkar um svar Egils eru ansi líkar. Ég var ekki búin að lesa þína, þegar ég skrifaði mína. Alveg satt:)
Skrifa ummæli