Sigrún Stefánsdóttir svaraði mér. Hún treystir Agli Helgasyni „til þess að gæta jafnvægis milli kynjanna eftir því sem mögulegt er hverju sinni“.
Ég skil þetta svo að henni sé skítsama þótt Egill tali bara við og um karla í þáttunum sínum.
Þess vegna svaraði ég henni:
6 ummæli:
Þú átt þá væntanlega líka eftir að senda póst til skjás eins vegna dyngjunnar?
Það hlýtur að vera jafnmikið órétti að vera með þátt þar sem að bara konur eru áhorfendur og viðmælendur, ekki satt?
Það getur vel verið að ég geri það. En mér finnst líka að þú gætir gert það.
Mér sýnist þetta nefnilega eiginlega ekki vera alveg sambærilegt. Dyngjan er þáttur fyrir konur. Það eru líka til þættir fyrir karla, þar sem bara karlar eru viðmælendur og áhorfendur, ekki satt?
Kiljan er bókmenntaþáttur. Sem slíkur á hann að endurspegla bókmenntalífið á Íslandi. 40 % íslenskra rithöfunda eru konur. Það er ekki fjallað um bækurnar þeirra í Kiljunni og þær eru ekki fengnar í þáttinn til annars en að segja frá því hver uppáhaldsbókin þeirra sé.
Ég ætla ekki að bjarga heiminum og ég ætla fyrir alla muni ekki að gera það einn.
Smá núansering á því sem ég skrifaði hér að ofan:
Það á náttúrlega ekki að þurfa neina sérstaka konuþætti eða sérstaka karlaþætti. Þetta er allt saman einhver ímynduð þörf. Alveg eins og allt sem stendur skrifað á vefjum Pjattrófna og bleiku.is er eitthvað sem er ekki til í veruleikanum. Þetta eru allt saman einhverjir platheimar, þar sem fólki er skipað að hegða sér eftir fyrirfram ákveðnum reglum.
Ég hef ekki horft á Dyngjuna en ef þættirnir eru hluti af þessu staðalmyndabatteríi þá eiga þeir skilið alla mögulega gagnrýni.
En ég get því miður ekki verið alls staðar. Mér finnst mikilvægara að benda á misræmið þar sem það kemur fyrir augu flestra, hjá Ríkisútvarpinu, sem að mínu mati, og annarra, ætti að vera fyrirmynd íslenskra fjölmiðla í jafnréttisbaráttunni.
Ég horfði á Dyngjuna í dag, bara fyrir þig, Sigurbjörn (og vegna þess að ég er alltaf dauðfegin að losna undan vinnunni). Þetta er mun skárra dæmi en t.d. Bleikt og Pjatt. Í fyrsta lagi hafa stjórnendurnir húmor fyrir sjálfum sér sem er stór kostur. Í öðru lagi er verið að ræða þessi mál með útlitsdýrkun, þörf til að mála sig ofl. og hugmyndum um að kannski sé það óeðlilegt var sannarlega velt upp. En svo voru þær samt allar voðalega sammála um að „aðlaðandi væri konan ánægð“, þannig lagað séð. Leikkonan/leikstýran/skemmtanastjórinn sem var í heimsókn (ég nenni ekki að fletta upp nöfnunum, sorrí)viðurkenndi þó fúslega að hún gengi um á joggingalla alla daga og bara fín þegar hún er að vinna (á sviði) eða þarf að mæta í sjónvarpið.
SKO. Það er í sjálfu sér allt í lagi að vera með svona „stelpustöff„þátt, svo lengi sem hann er ekki tól til að tala niður til kvenna. Persónulega þætti mér þó skárra að það væri settur upp einhvers konar svona skemmtiþáttur sem þær stöllur Björk og Nadine stýrðu, og sem væri bara einfaldlega ætlaður FÓLKI. En það vitanlega skemmir staðalímyndir sem er langt í frá eitthvað sem sjónvarpshefðin er að vinna í, au contraire.
Og Halldór, alltaf er það sama sagan. Ef maður bendir á eitt sem betur má fara, er auðvitað besti mótleikurinn að benda manni á að benda líka á allt hitt. Og akkúrat núna langar mig dálítið til að öskra, því þetta er svoooo þreytandi.
Gleymdi einu sem fór í taugarnar á mér í þættinum: Það var svona hálfvel talað um Gillz. Hann væri svo fyndinn þó stundum færi hann yfir strikið, hahahaha ...
Skrifa ummæli