2011-03-19

Vindmyllan Egill Helgason

Ég ætlaði að vinna mig í gegn um „svarbréf“ Egils Helgasonar en ég nenni því ekki. Það er ekki orðum eyðandi á svona fólk.

Þar að auki er Kristín Jónsdóttir, Parísardama búin að skrifa alveg ágætis pistil um „svarbréfið“. Ég læt þau orð lifa óáreitt í stað þess að bæta einhverju rugli við sjálfur. Með einni undantekningu.

Egill Helgason heldur því fram að „í [greininni sé] beinlínis hvatt til þess að [hann] sé rekinn.“ Hefði Egill Helgason lesið greinina, hefði hann komist að því að það er hvergi farið fram á það að honum verði vikið úr starfi. Það stendur orðrétt:
Við teljum að ef ritstjóri þáttar getur ekki framfylgt landslögum [...] þá sé hann ekki hæfur í starfið. [Leturbreyting mín]
Lykilorðið er háttarsögnin „geta“. Þetta snýst með öðrum orðum um getu Egils Helgasonar til að framfylgja jafnréttisáætlun RÚV (og jafnréttislögum). Geti hann framfylgt þeim, er hann hæfur, geti hann það ekki, er hann óhæfur. Niðurstaðan er einföld. Það er alfarið í höndum Egils Helgasonar sjálfs að sýna fram á það að hann sé hæfur í starfið. Lokaorðin í „svarbréfi“ hans sýna það hins vegar og sanna að hann hefur engan áhuga á því. Hann hefur þar með dæmt sjálfan sig óhæfan.

Ég held að það hefði verið affarasælla fyrir Egil Helgason að setjast niður og hugsa málið áður en hann hljóp upp til handa og fóta, dró umræðuna (með hjálp Jakobs Bjarnars Grétarssonar) niður á persónulegt, lágkúrulegt og ómálefnalegt plan, og byrjaði að væla í annarra kommentakerfum.

Engin ummæli: