2011-03-25

Að vera herramaður

Þökk sé Pjattrófunum vitum við nú hvað gerir karlmann að sönnum herramanni.

Það liggur að mestu leyti í útlitinu (ekki við öðru að búast af þeim bænum); herramenn eru fínir í tauinu (klæðast ekki stuttbuxum). En þetta felst ekki bara í útlitinu. Herramenn halda dyrum opnum fyrir konur, og passa upp á að þær gangi ekki of nálægt götunni. Svo mega þeir ekki vera tilgerðarlegir. Kannski það mikilvægasta af öllu fyrir herramanninn er vinnan.

Það er greinilega ekki mikið mál að vera herramaður.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vala- pjattrófa er sérlega iðinn við kolann þegar kemur að því að alhæfa um kynin og sníða þeim stakk eftir vexti. Og það er bannað að gagnrýna skrif hennar, þannig ekki einu sinni reyna að kommenta á þessa færslu því að gagnrýninni verður eytt út hið snarasta..

Kv. Súsanna.

Sigurbjörn sagði...

Kommentið sem ég skrifaði um pjattrófuflokkinn fékk nú að hanga inni, en það var nú mest af því að það voru einhverjar sem fannst hugmyndin um pjattrófuflokk svo sniðug ...

Nafnlaus sagði...

Já, en það var líka á bloggi yfir- pjattrófunnar.

Kv. Súsanna

Sigurbjörn sagði...

Reyndar ...