Furðulegt hvað það þarf lítið til þess að fá alla karlkyns femínista Íslands upp á móti sér. Það er engu líkara en að þeir þurfi að verja óðalið sitt (nú verð ég sakaður um að vera í typpakeppni, en áður en þið sakið mig um það skulið þið lesa setninguna vel og vandlega svo að þið séuð viss um að þið skiljið hana). Um leið og einhver kemur sem notar rótækari aðferðir en þeir, gera þeir allt sem þeir geta til þess að rakka persónuna niður. *Aumingja ég*
Í stað þess að svara því sem ég skrifa málefnalega, hefur það verið afgreitt sem skætingur, sem idjótísk viðspyrna. Ég hef verið sakaður um að mistúlka viljandi. Ég hef verið sakaður um að fara með rangfærslur. Ég hef verið sakaður um að vera hrokafullur. Ég hef verið sakaður um að vera yfirlætislegur og að stunda mansplaining. Og rúsínan í pylsuendanum, dramatíkin. Ekkert af þessu er gagnrýni á efnisinntök mín. Allt þetta er gagnrýni á persónu mína. Svo les maður þetta og þá er ekki aftur snúið. Sé maður karlmaður er vissara að vera ekkert að hafa skoðanir á jafnrétti kynjanna. Það endar bara illa. Ásetningur minn hefur með öðrum orðum aldrei verið neitt annað en illur.
Ef ég mistúlka viljandi, finnst mér furðulegt að svona margt fólk skuli komast að sömu niðurstöðu og ég.
Ég viðurkenni það fúslega að ég hefði getað sleppt því að kalla Júlíu Margréti velviljaða konu. Það var ekki meint sem smættun, það var ekki meiningin að niðurlægja hana, það var ekki meiningin að ráðast á persónu hennar. Ég biðst velvirðingar ef þessi tilvitnun var túlkuð þannig. Hefði ég verið kona hefði tilvitnunin (sem er tilvitnun í aðra konu) ekki verið afgreidd sem mansplaining. Það hefði ekki þótt neitt athugavert við hana. Það er ekki tekið út með sældinni að vera róttækur.
Ég ætla ekki að hafa skoðanir í dag og þið megið hafa skoðanir ykkar í friði fyrir mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli